Hluta­bréfa­verð augn­lyfja­þróunar­fé­lagsins Ocu­lis hefur hækkað um 6% síðast­liðna viku eftir að hafa lækkað um tæp 17% frá lokum apríl.

Ocu­lis var skráð í Kaup­höllina 23. apríl og hækkaði gengið á fyrstu við­skipta­dögum. Gengið náði há­marki í 1.820 krónum þann 30. apríl en lækkaði síðan hægt og ró­lega niður í 1.530 krónur í síðustu viku.

Gengið hefur nú tekið við sér á ný og var dagsloka­gengið 1.620 krónur eftir um tæp­lega 3% í 162 milljón króna við­skiptum.

Hluta­bréfa­verð Marel hækkaði um rúm 2% í 232 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengi Marsel 497 krónur. Hlut­hafar Marels eru með val­frjálst yfir­töku­til­boð JBT í allt hluta­fé Marels í höndunum um þessar mundir en banda­ríska fyrir­tækið væntir þess að fá svar um byrjun septem­ber.

Gengi Icelandair, sem hefur verið í sögu­legri lægð, tók við sér í dag og hækkaði einnig um rúm 2%. Dagsloka­gengi Icelandair var 0,88 krónur.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,95% og var heildar­velta á markaði 1,7 milljarðar.