BE fjárfestingar, móðurfélag Bílabúðar Benna, Nesdekkja, Sixt bílaleigunnar á Íslandi og fleiri félaga, hagnaðist um 426 milljónir króna á síðasta ári. Árið áður tapaði félagið 97 milljónum króna.
Tekjur félagsins námu tæplega 4,1 milljarði króna og jukust um 892 milljónir milli ára. Eignir námu 5,7 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir 727 milljónum og eigið fé 4,8 milljörðum króna.
BE fjárfestingar er í eigu hjónanna Benedikts Eyjólfssonar og Margrétar Betu Gunnarsdóttur.
Lykiltölur / BE fjárfestingar
2020 | |||||||||
3.194 | |||||||||
81% | |||||||||
395 | |||||||||
-97 | |||||||||
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.