Bruggsmiðjan Kaldi hagnaðist um rúmar 40 milljónir króna á árinu 2023 samanborið við 18 milljóna króna tap árið áður. Veltan jókst um fimmtung á milli ára, nam 501 milljón króna.

Í skýrslu stjórnar segir að félagið hafi staðið að fjárhagslegri endurskipulagningu undanfarið ár sem fól meðal annars í sér að selja fasteign undir hótelrekstur og geymslur sem leigðar höfðu verið út til tengds félags.

Stærsti hluthafi Kalda er Konný ehf., sem heldur á 52,22% hlut. Félagið er í eigu hjónanna Agnesar Önnu Sigurðardóttur og Ólafs Þrastar Ólafssonar sem stofnuðu Kalda árið 2006.

Bruggsmiðjan Kaldi ehf.

2023 2022
Rekstrartekjur 501 423
Launakostnaður 114 112
Eigið fé 141 101
Afkoma 40 -18
Lykiltölur í milljónum króna.