Bruggsmiðjan Kaldi hagnaðist um rúmar 40 milljónir króna á árinu 2023 samanborið við 18 milljóna króna tap árið áður. Veltan jókst um fimmtung á milli ára, nam 501 milljón króna.
Í skýrslu stjórnar segir að félagið hafi staðið að fjárhagslegri endurskipulagningu undanfarið ár sem fól meðal annars í sér að selja fasteign undir hótelrekstur og geymslur sem leigðar höfðu verið út til tengds félags.
Stærsti hluthafi Kalda er Konný ehf., sem heldur á 52,22% hlut. Félagið er í eigu hjónanna Agnesar Önnu Sigurðardóttur og Ólafs Þrastar Ólafssonar sem stofnuðu Kalda árið 2006.
Bruggsmiðjan Kaldi ehf.
2022 |
---|
423 |
112 |
101 |
-18 |