Nýútgefin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til og með 2028 ber skýr merki þeirra miklu umsvifa sem einkenna efnahagslífið þessa dagana þrátt fyrir einbeittar og endurteknar tilraunir Seðlabankans til að ná böndum á þensluna og þar með verðbólguna. Í áætluninni er gerð nokkur tilraun til að leggja Seðlabankanum lið með aðhaldi í ríkisrekstrinum.
Svo er sultarólin meira að segja hert að flestar ríkisstofnanir skulu nú segja skilið við einkaskrifstofur sínar og almenna reglan verði opin skrifstofurými, en þau áform hafa þegar mætt mikilli andstöðu frá kennurum við Háskóla Íslands.
Ekki tekst þó betur til en svo að gert er ráð fyrir samfelldum áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs allt fram til ársins 2027. Áætlunin markar þó talsverðan samdrátt frá þeim gríðarlega hallarekstri sem verið hefur síðustu ár vegna og í kjölfar heimsfaraldursins, sem erfitt hefur reynst að vinda ofan af þrátt fyrir kröftugan efnahagsbata.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út miðvikudaginn 5. apríl.