Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er í dag í viðtali við Financial Times.
Bogi segir að Icelandair ætli að verða fyrsta flugfélagið í heimi þar sem allur flugfloti þess í innanlandsflugi er án nokkurs útblásturs. Hann segir að flugvélarnar verði keyrðar á vetni og rafmagni.
Bogi segir stefnt sé á að þetta verði raunin í lok þessa áratugs og bendir á sérstöðu okkar.
„Ísland er í einstakri stöðu vegna mikils framboðs á endurnýjanlegri orku til að framleiða grænt vetni til að fara í þessar breytingar á undan öðrum“ segir Bogi í viðtalinu við Financial Times.