Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu frá Eim­skip hefur Sam­skip ákveðið að kæra úr­skurð héraðs­dóms Reykja­víkur um að vísa frá stefnu félagsins gegn stjórnar­for­manni og for­stjóra Eim­skips.

Í úr­skurði Héraðs­dóms var talið ekki tíma­bært að taka málið fyrir að svo stöddu ásamt því að dómurinn sagði tjón Sam­skipa van­freifað í stefnu.

Sam­skip stefndi Eim­skip til viður­kenningar á bóta­skyldu án fjár­hæðar vegna meintra ólög­mætra og saknæmra at­hafna í tengslum við sátt sem Eim­skip gerði við Sam­keppnis­eftir­litið árið 2021.

Sam­skip stefndi síðan for­svarsmönnum Eim­skips m.a. fyrir rangar saka­giftir er þeir gerðu sátt við Sam­keppnis­eftir­litið árið 2021 og viður­kenndu að hafa átt í meintu samráði við Sam­skip.

Eim­skip greiddi 1,5 milljarða króna stjórn­valds­sekt en Sam­keppnis­eftir­litið sektaði Sam­skip um 4,2 milljarða í kjölfarið sem er hæsta stjórn­valds­sekt Ís­lands­sögunnar.

Kæru­nefnd áfrýjunar­nefndar féllst á það í janúar að fresta réttaráhrifum sektarinnar á Sam­skip á meðan málið er til með­ferðar.