Kínverska hagstofan birti gögn um helgina sem mála upp frekar dökka mynd af hagkerfi landsins og hafa sérfræðingar í kjölfarið dregið úr væntingum sínum um landsframleiðsluvöxt á þessu ári.

Gögnin sýndu að smásala, iðnaðarframleiðsla og fjárfestingar í kínverskum stórborgum jukust hægar en búist var við í ágúst. Atvinnuleysi hefur auk þess ekki verið meira í hálft ár og hefur íbúðaverð ekki lækkað jafn hratt í níu ár.

Kínverska hagstofan birti gögn um helgina sem mála upp frekar dökka mynd af hagkerfi landsins og hafa sérfræðingar í kjölfarið dregið úr væntingum sínum um landsframleiðsluvöxt á þessu ári.

Gögnin sýndu að smásala, iðnaðarframleiðsla og fjárfestingar í kínverskum stórborgum jukust hægar en búist var við í ágúst. Atvinnuleysi hefur auk þess ekki verið meira í hálft ár og hefur íbúðaverð ekki lækkað jafn hratt í níu ár.

Eswar Prasad, prófessor í alþjóðaviðskiptum og hagfræði við Cornell-háskóla, varar við að viðvörunarljósin séu farin að blikka fyrir kínverska efnahaginn á seinni hluta þessa árs.

„Það hafa ekki verið margar góðar fréttir í nýjustu gögnum og samsvara þær ákveðnu mynstri sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði. Bæði eru þetta langtímavandamál sem tengjast fasteignaverði og skammtímavandamál sem tengjast innlendri eftirspurn. Þá hafa einkafjárfestingar og neysla heimila alls ekki gengið nógu vel,“ segir Prasad í viðtali við CNBC í dag.

Duncan Wrigley, sérfræðingur hjá Everbright Securities International, segir aftur á móti að líta megi á björtu hliðarnar í ljósi fasteignakreppunnar. Kínverjar hafa ekki enn upplifað kerfisbundna fjármálakreppu í tengslum við húsnæðisvandann.

„Að einhverju leyti hefur kínverskum stjórnvöldum tekist að einangra þessa aðlögun á húsnæðismarkaðnum frá fjármálageiranum og koma þannig í veg fyrir stærri kreppu. Þess í stað er þjóðin að ganga í gegnum hæga og sársaukafulla aðlögun.“