Ríkisstjórn Indlands leitast nú eftir ítarlegri skýrslu frá Tamil Nadu-ríki í kjölfar frétta sem héldu því fram að Foxconn vildi ekki ráða giftar konur.

Samkvæmt Reuters mun fyrirtækið hafa útilokað giftar konur frá iPhone-verksmiðju sinni í indversku borginni Chennai. Foxconn mun þá hafa sagt að fjölskylduábyrgð þeirra væri meiri samanborið við ógiftar konur.

Ríkisstjórn Indlands leitast nú eftir ítarlegri skýrslu frá Tamil Nadu-ríki í kjölfar frétta sem héldu því fram að Foxconn vildi ekki ráða giftar konur.

Samkvæmt Reuters mun fyrirtækið hafa útilokað giftar konur frá iPhone-verksmiðju sinni í indversku borginni Chennai. Foxconn mun þá hafa sagt að fjölskylduábyrgð þeirra væri meiri samanborið við ógiftar konur.

Indverska vinnumálaráðuneytið segir lögin vera skýr og að það megi ekki mismuna milli karla og kvenna í ráðningarferli. Hvorki Apple né ríkisstjórn Tamil Nadu hafa svarað beiðnum fjölmiðla.

Foxconn, stærsti birgir af iPhone-símum fyrir Apple, byggði sína fyrstu verksmiðju í Tamil Nadu árið 2017 og hefur síðan þá stækkað starfsemi sína á Indlandi.