Meiri­hluti fjár­laga­nefndar leggur til að em­bætti for­seta Ís­lands fái 20 milljónir til viðbótar við það sem fjár­lög gera ráð fyrir vegna „sí­vaxandi á­sóknar“ í að for­setinn og eigin­kona hans mæti á hina ýmsu við­burði með til­heyrandi kostnaði.

„Lagt er til að veitt verði 20 m. kr. fram­lag til em­bættis for­seta Ís­lands til að halda ó­breyttu um­fangi á rekstri em­bættisins. Þá er sí­vaxandi á­sókn í að­komu for­seta að hinum ýmsu við­burðum og stór­aukið að­gengi að Bessa­stöðum með til­heyrandi um­sýslu og kostnaði. Einnig hefur í vaxandi mæli verið sóst eftir að­komu maka for­setans og hefur virkni maka for­seta á­hrif á rekstur em­bættisins,“ segir í nefndar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar Al­þingis.

Framlag úr ríkissjóði til embættis forseta Íslands í fjárlögum er 363,2 milljónir króna og því er um 5,5% hækkun á því framlagi að ræða til að mæta vinsældum forsetahjónanna.

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar leggur til að em­bætti for­seta Ís­lands fái 20 milljónir til viðbótar við það sem fjár­lög gera ráð fyrir vegna „sí­vaxandi á­sóknar“ í að for­setinn og eigin­kona hans mæti á hina ýmsu við­burði með til­heyrandi kostnaði.

„Lagt er til að veitt verði 20 m. kr. fram­lag til em­bættis for­seta Ís­lands til að halda ó­breyttu um­fangi á rekstri em­bættisins. Þá er sí­vaxandi á­sókn í að­komu for­seta að hinum ýmsu við­burðum og stór­aukið að­gengi að Bessa­stöðum með til­heyrandi um­sýslu og kostnaði. Einnig hefur í vaxandi mæli verið sóst eftir að­komu maka for­setans og hefur virkni maka for­seta á­hrif á rekstur em­bættisins,“ segir í nefndar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar Al­þingis.

Framlag úr ríkissjóði til embættis forseta Íslands í fjárlögum er 363,2 milljónir króna og því er um 5,5% hækkun á því framlagi að ræða til að mæta vinsældum forsetahjónanna.

Breytingartillögurnar auka halla ríkissjóðs

Breytingar­til­lögur nefndarinnar í heild auka halla ríkis­sjóðs um rúmar 615 milljónir en tekju­á­ætlun frum­varpsins fer úr 8.026,1 m. kr í 8.641,9 m. kr.

„Heildar­af­koman verður þá nei­kvæð um 46.910 m. kr. en sú af­koma rúmast vel innan þess ramma sem fjár­mála­stefnan leyfir. Hallinn nemur þá 1% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF),“ segir í til­lögum nefndarinnar.

Á ný­liðnum peninga­mála­fundi Við­skipta­ráðs sagði Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri að síðustu fjár­lög hafi verið „ó­heppi­leg“ og nefndi hann þau meðal á­stæðna þess að verð­bólgu­þrýstingur jókst á árinu.

„Nú­verandi fjár­lög, alla­vega eins og ég hef séð þau, eru ekki að kynda undir verð­bólgu,“ sagði Ás­geir á fundinum en bætti við að þetta væri háð því að þau taki ekki miklum breytingum í þinginu.

Ein stærsta breytingin sem meirihluta fjárlaganefndar leggur til er að auka framlag í almennan varasjóð um 3,3 milljarða vegna óvissu um kjarasamningsbundnar hækkanir á árinu 2024. Framlag ríkisins í sjóðinn myndi því aukast samtals um 11,5 milljarða milli ára en eftir að niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir verða millifærðar fjárveitingar á stofnanir og verkefni af almenna varasjóðnum.

Vilja styrkja rekstur RIFF

Breytingar nefndarinnar eru marg­vís­legar en þar er meðal annars lagt til Bíó Para­dís fái tíma­bundinn 18 milljón króna styrk til reksturs fé­lagsins. Á­samt því er gerð til­laga um að Al­þjóð­lega kvik­mynda­há­tíðin í Reykja­vík, RIFF, fái tíma­bundið 17 milljón króna fram­lag til styrktar reksturs.

Einnig er lagt til að fram­lag til Stofnunar Árna Magnús­sonar í ís­lenskum fræðum hækki annars vegar um 35 milljónir, vegna hækkunar á leigu í Eddu, húsi ís­lenskunnar, og hins vegar um 65 milljónir vegna aukinnar mann­afla­þarfar við flutninga í húsið.

„Á árinu 2024 mun Árna­stofnun byrja að borga leigu fyrir rými í Eddu, húsi ís­lenskunnar, og mun heildar­greiðsla á ári nema 335 m. kr. Í fjár­lögum fyrir árið 2023 var búið að tryggja 300 m. kr. til að koma til móts við leiguna en þar sem heildar­leigan verður 335 m. kr. vantar 35 m. kr. í rekstur stofnunarinnar til að hún geti staðið undir leigu­greiðslunum,“ segir í breytingum.

Kostnaður eykst um 100 milljónir árlega vegna flutninga

Við flutninga Árna­stofnunar í Eddu mun rekstrar­kostnaður við hús­næðið á­samt aukinni mann­afla­þörf hækka rekstrar­kostnað stofnunarinnar.

„Nú liggur fyrir á­ætlun um að kostnaður muni aukast um 100 m. kr. ár­lega vegna breyttrar starf­semi í kjöl­far flutninganna. Í sumar sl. var sam­þykkt að leggja til 35 m. kr. við­bótar­fjár­veitingu í fjár­laga­frum­varpinu til að tryggja öryggi vegna vöktunar og húsum­sjónar sem og mót­töku gesta. Það vantar til við­bótar 65 m. kr. ár­lega til að stofnunin geti rekið hús­næðið og tryggt þann mann­afla sem þarf til að starf­rækja starf­semi stofnunarinnar í Eddu.“

Það mun kosta hundruðir milljóna á næstu árum að hafa Stofnun Árna Magnússonar í Eddu.
© Árni Sæberg (M Mynd/Árni Sæberg)