Bandarísk stjórnvöld hafa lagt til að banna allan innflutning og sölu á ökutækjum sem innihalda kínverska eða rússneska íhluti vegna áhyggna um njósnir og misnotkun ökutækja í framtíðarátökum.
Ákvörðunin kemur í kjölfar sjö mánaða umræðu sem tengist vaxandi áhyggjum af því að leyfa erlendum andstæðingum að fá upplýsingar um bandarískar akstursvenjur og fjarstýringu bandarískra ökutækja.
Bandarísk stjórnvöld hafa lagt til að banna allan innflutning og sölu á ökutækjum sem innihalda kínverska eða rússneska íhluti vegna áhyggna um njósnir og misnotkun ökutækja í framtíðarátökum.
Ákvörðunin kemur í kjölfar sjö mánaða umræðu sem tengist vaxandi áhyggjum af því að leyfa erlendum andstæðingum að fá upplýsingar um bandarískar akstursvenjur og fjarstýringu bandarískra ökutækja.
Að sögn Washington Post var ákvörðuninni beint sérstaklega að kínverskum íhlutum en minnst var á bæði Rússland og Kína. Yfirlýsingarnar frá bandarískum stjórnvöldum virðast staðfesta skoðanir í Washington um að ógnin gagnvart Bandaríkjunum leynist frekar í Peking en í Moskvu.
Umræðan snýr að vél- og hugbúnaði sem tengir ökutækin við fjartengdar tölvur með þráðlausu neti, þ.e. Bluetooth eða farsímatækni, og gerir þannig bílum og vörubílum kleift að starfa án ökumanns.
„Bílar í dag eru með myndavélar, hljóðnema, GPS-mælingar og aðra tækni sem tengist við Internetið. Það þarf ekki stórt ímyndunarafl til að skilja hvernig erlendur andstæðingur með aðgang að þessum upplýsingum gæti skapað alvarlega hættu fyrir bæði þjóðaröryggi okkar og friðhelgi bandarískra borgara,“ segir Gina Raimondo, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.