Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt fylkisyfirvöld til að nýta sér einkafjármagn í auknum mæli til að flýta fyrir uppbyggingu orkuinnviða í landinu. Stefnt er á að um 9.200 milljörðum rúpíum, eða um 107 milljörðum dala, verði varið í fjárfestingar fyrir dreifikerfi raforku fram til ársins 2032.

Samkvæmt frétt Bloomberg leggur Orkustofnun Indlands til í nýrri skýrslu að fylki landsins einkavæði innviði sem þegar eru til staðar til skamms tíma og nýti fjármagnið í ný verkefni en það muni reynast erfitt fyrir yfirvöld að ráðast í jafn umfangsmiklar fjárfestingar með opinberu fé. Er sömuleiðis lagt til að eftirlitsyfirvöld hanni kerfi sem tryggir fjárfestum fyrirsjáanlegar tekjur vegna þessa.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 8. janúar 2025.