Búist er við því að varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi demókrata, Kamala Harris, muni lýsa yfir andstöðu sinni við kaup stálrisans Nippon Steel á U.S. Steel.

Samið var um kaupin í desember á síðasta ári en samningurinn hefur þó verið gagnrýndur af bæði demókrötum og repúblikönum.

Japanska fyrirtækið náði samkomulagi um kaup á banda­ríska stál­risanum US Steel fyrir 14,9 milljarða dala sem sam­svarar ríf­lega 2.060 milljörðum ís­lenskra króna.

US Steel hafði hafnað kaup­til­boði Cle­veland Cliffs sem hljóðaði upp á 7,3 milljarða dali.

J.P. Morgan og Andrew Car­negi­e stofnuðu US steel fyrir 122 árum og var það eitt sinn verð­mætasta fyrir­tæki heims.

Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf til kynna að hann væri ekki hliðhollur samningnum en sagðist þó ekki ætla að koma í veg fyrir viðskiptin. Donald Trump hefur sagt að hann myndi slíta samningnum ef hann vinnur annað kjörtímabil í nóvember.

Nokkrir þingmenn, þar á meðal varaforsetaframbjóðandi repúblikana, JD Vance, hafa einnig sagt að þeir séu andvígir kaupsamningnum.

Nippon Steel hefur sagt að það muni samþykkja alla skilmála og skuldbindingar U.S. Steel til ársins 2026 og að fyrirtækið myndi heldur ekki leggjast í uppsagnir.