Sigurður P. Snorrason, aðaleigandi RVK Bruggfélags, vinnur nú hörðum höndum að því að fá leyfi fyrir viðburðarhaldi í gamla Tónabíósalnum við Skipholt 33.
Hann vonast eftir því að fá leyfið í byrjun næsta árs ef ekkert óvænt skyldi koma upp á. RVK Bruggfélag var stofnað árið 2017 og var fyrst með 50 þúsund lítra framleiðslugetu í bakskúr fyrir aftan Skipholt 31.
Starfsemin var svo flutt í mun stærra brugghús í bakhúsi við Tónabíó í Skipholti 33. Ný og stærri bruggstofa á vegum RVK Bruggfélagsins opnaði um miðjan júní á þessu ári en umræður hafa verið milli eigenda hússins og eigenda bruggfélagsins um að það þyrfti að endurvekja gamla bíósalinn við hlið barsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði