Payday er hugsað fyrir sjálfstætt starfandi aðila, til að einfalda fyrir þeim reikningagerð og greiðslu launa. Við erum að tengja saman allar þessar mismunandi þjónustur sem eru nú þegar til,“ segir Björn Hreiðar Björnsson, framkvæmdastjóri Payday. Payday er þróað af hugbúnaðarfyrirtækinu Divot ehf. Hugmyndinni var hrint úr vör nýlega. Hún fór formlega í loftið fyrir viku síðan, en hefur verið til reynslu í um mánuð.

Að baki Payday standa reynslumiklir einstaklingar á sviði hugbúnaðar. Björn Hreiðar Björnsson framkvæmdastjóri var einn stofnenda Miði.is og hefur á undanförnum árum stýrt þróun miðasöluhugbúnaðar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Gunnar Gils Kristinsson tækniþróunarstjóri hefur yfir 10 ára reynslu af þróun verkefna á sviði greiðslulausna og miðasölu. Auk Gunnars og Björns starfa hjá fyrirtækinu þeir Jóhannes Freyr Þorleifsson hugbúnaðarsérfræðingur, Viktor Blöndal hönnuður og Stefán Ari Guðmundsson ráðgjafi.

Tengja þetta allt saman

„Grunnhugmyndin kviknar þannig að ég var sjálfur sjálfstætt starfandi fyrir nokkrum árum síðan, en þá þurfti ég að fara í gegnum þetta ferli. Ég þurfti að stofna nýtt fyrirtæki, svo þurfti ég að skrá mig inn á virðisaukaskrá og launagreiðendaskrá og svo framvegis. Svo þurfti ég að greiða laun. Þetta þarf að gera í hverjum mánuði og svo á þetta til að gleymast. Hugmyndin er að tengja þetta allt saman og gera lífið einfaldara fyrir þessa aðila, þannig að þeir geti einbeitt sér að vinnunni sinni. Þetta gerist allt rafrænt, þetta er þjónusta í skýinu,“ segir hann.

Framkvæmdastjórinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra eru 17 þúsund aðilar sem starfa sjálfstætt. „Þetta er kjarnamarkhópurinn okkar. Stór hluti þessa fólks sér sjálfur um að senda út reikninga og þarf að standa skil á ýmsum launatengdum gjöldum svo að allt sé í samræmi við lög og reglur,“ segir Björn.

Þjónusta flugmann, pípara og sálfræðing

Til dæmis er Payday nú að þjónusta mann sem starfar við flugkennslu í aukastarfi, hann er með eigið fyrirtæki og er eini starfsmaðurinn. Við erum með rafvirkja sem starfar fyrir sjálfan sig og vinnur fyrir aðra aðila. Við erum með múrara, sálfræðing, svo þetta er alls konar,“ segir Björn þegar hann er spurður hvernig kúnnahópur Payday er.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

Payday er hugsað fyrir sjálfstætt starfandi aðila, til að einfalda fyrir þeim reikningagerð og greiðslu launa. Við erum að tengja saman allar þessar mismunandi þjónustur sem eru nú þegar til,“ segir Björn Hreiðar Björnsson, framkvæmdastjóri Payday. Payday er þróað af hugbúnaðarfyrirtækinu Divot ehf. Hugmyndinni var hrint úr vör nýlega. Hún fór formlega í loftið fyrir viku síðan, en hefur verið til reynslu í um mánuð.

Að baki Payday standa reynslumiklir einstaklingar á sviði hugbúnaðar. Björn Hreiðar Björnsson framkvæmdastjóri var einn stofnenda Miði.is og hefur á undanförnum árum stýrt þróun miðasöluhugbúnaðar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Gunnar Gils Kristinsson tækniþróunarstjóri hefur yfir 10 ára reynslu af þróun verkefna á sviði greiðslulausna og miðasölu. Auk Gunnars og Björns starfa hjá fyrirtækinu þeir Jóhannes Freyr Þorleifsson hugbúnaðarsérfræðingur, Viktor Blöndal hönnuður og Stefán Ari Guðmundsson ráðgjafi.

Tengja þetta allt saman

„Grunnhugmyndin kviknar þannig að ég var sjálfur sjálfstætt starfandi fyrir nokkrum árum síðan, en þá þurfti ég að fara í gegnum þetta ferli. Ég þurfti að stofna nýtt fyrirtæki, svo þurfti ég að skrá mig inn á virðisaukaskrá og launagreiðendaskrá og svo framvegis. Svo þurfti ég að greiða laun. Þetta þarf að gera í hverjum mánuði og svo á þetta til að gleymast. Hugmyndin er að tengja þetta allt saman og gera lífið einfaldara fyrir þessa aðila, þannig að þeir geti einbeitt sér að vinnunni sinni. Þetta gerist allt rafrænt, þetta er þjónusta í skýinu,“ segir hann.

Framkvæmdastjórinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra eru 17 þúsund aðilar sem starfa sjálfstætt. „Þetta er kjarnamarkhópurinn okkar. Stór hluti þessa fólks sér sjálfur um að senda út reikninga og þarf að standa skil á ýmsum launatengdum gjöldum svo að allt sé í samræmi við lög og reglur,“ segir Björn.

Þjónusta flugmann, pípara og sálfræðing

Til dæmis er Payday nú að þjónusta mann sem starfar við flugkennslu í aukastarfi, hann er með eigið fyrirtæki og er eini starfsmaðurinn. Við erum með rafvirkja sem starfar fyrir sjálfan sig og vinnur fyrir aðra aðila. Við erum með múrara, sálfræðing, svo þetta er alls konar,“ segir Björn þegar hann er spurður hvernig kúnnahópur Payday er.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .