Reitir fasteignafélag hafa sett fram nýja sýn til næstu ára sem snýr að því að stækka eignasafnið um meira en 60% fyrir lok árs 2028, úr 184 milljörðum í 300 milljarða króna. Til þess að fylgja þeim vaxtarmarkmiðum eftir horfir félagið til nýrra eignarflokka og leggur áherslu á hjúkrunarheimili.
Guðni Aðalsteinsson, forstjóri félagsins, segist ekki einungis horfa til þess að byggja hjúkrunarheimili heldur að þróa svæðin í kringum heimilin til að byggja upp svokallaða „lífsgæðakjarna“. Nýlega undirrituðu Reitir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um slíkan kjarna á Loftleiðasvæðinu við Nauthólsveg. Þar vinna Reitir m.a. að undirbúningi að umbreytingu á skrifstofubyggingu Icelandair í 88 rýma hjúkrunarheimili.
Reitir fasteignafélag hafa sett fram nýja sýn til næstu ára sem snýr að því að stækka eignasafnið um meira en 60% fyrir lok árs 2028, úr 184 milljörðum í 300 milljarða króna. Til þess að fylgja þeim vaxtarmarkmiðum eftir horfir félagið til nýrra eignarflokka og leggur áherslu á hjúkrunarheimili.
Guðni Aðalsteinsson, forstjóri félagsins, segist ekki einungis horfa til þess að byggja hjúkrunarheimili heldur að þróa svæðin í kringum heimilin til að byggja upp svokallaða „lífsgæðakjarna“. Nýlega undirrituðu Reitir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um slíkan kjarna á Loftleiðasvæðinu við Nauthólsveg. Þar vinna Reitir m.a. að undirbúningi að umbreytingu á skrifstofubyggingu Icelandair í 88 rýma hjúkrunarheimili.
„Ný skýrsla frá ríkinu segir að vöntunin næstu ár sé í kringum 100 rými á hverju ári. Á þeim reitum sem við vinnum viljum við byggja lífsgæðakjarna í kringum hjúkrunarheimilin. Það er oft á tíðum þannig að fólkið sem býr á umræddum stofnunum þarfnast mikillar þjónustu. Því viljum við byggja í kringum heimilin þjónustu sem nýtist fólkinu vel og býr um leið til samlegðaráhrif. Við höfum áhuga á að vinna að uppbyggingu hjúkrunarheimila í samstarfi við aðila sem eru sérfræðingar í þeim þáttum verksins sem við erum ekki.
Við sjáum fram á að geta farið í þessi verkefni af fullum krafti án þess að auka skuldsetningarhlutfallið að einhverju marki, og um leið haldið áfram endurkaupum eigin bréfa og sömu arðgreiðslustefnu að greiða út þriðjung hagnaðar. Á sama tíma mun stjórnunarkostnaður og annar kostnaður sem hlutfall af heildartekjum lækka með aukinni stærðarhagkvæmni.“
Stækka búðarborðið
Guðni segir félagið vera að þróa og undirbúa aukið þjónustuframboð í takti við það sem félagið finnur að markaðurinn kallar á.
„Við erum með yfir 600 leigusamninga og um 400 viðskiptasambönd í tengslum við allskonar atvinnuhúsnæði. Okkur langar til að byggja upp meiri þjónustu við núverandi viðskiptavini og stækka búðarborðið af þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á. Að við séum ekki bara að kvitta undir leigusamning heldur að leyfa viðskiptavinum okkar að njóta betur þeirrar sérþekkingar sem við höfum á rekstri atvinnuhúsnæðis með því að bjóða upp á fjölþætta þjónustu, t.a.m. öryggisgæslu, eða húsvörslu, aðstoð við brunavarnir og fleira. Í tengslum við þetta erum við að byggja upp nýtt teymi undir nafninu Reitir Þjónusta sem mun einvörðungu leggja áherslu á að þjónusta viðskiptavini og að breikka búðarborðið. Ég sé fram á að þetta verði stærri hluti af okkar módeli sem er gríðarlega spennandi.“
Nánar er rætt við Guðna í Viðskiptablaðinu sem kom út í vikunni.