Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX hefur kallað eftir því að Evrópa vindi ofan af áætlunum um að loka kjarnorkuverum og auki kjarnorkuframleiðslu. Hann sagði á Twitter í gær að aukin kjarnorkuframleiðsla væri mikilvæg fyrir þjóðaröryggi og alþjóðlegt öryggi.
Hann bætti við að hættan á geislavirkni væri mun minni en flestir héldu fram. Auk þess væri kjarnorka mun umhverfisvænni kostur en að brenna kol. „Ég skal ferðast til staðar sem telst geislavirkur og borða staðbundinn mat í beinni útsendingu,“ sagði Musk á Twitter.
Í kjölfar innrásar rússneskra stjórnvalda hefur myndast framboðsskortur á olíu og gasi vegna viðskiptaþvingana á hendur Rússum. Musk tísti síðastliðinn föstudag að Bandaríkin ætti að auka framleiðslu á olíu og gasi og benti á að framleiðsla á endurnýjanlegum orkugjöfum gæti ekki fyllt upp það gat sem rússnesk olía og gas hefur skilið eftir sig.
Hopefully, it is now extremely obvious that Europe should restart dormant nuclear power stations and increase power output of existing ones.
— Elon Musk (@elonmusk) March 6, 2022
This is *critical* to national and international security.