Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur hafið samráðsferli um að gera Oxford stræti, eina vinsælustu verslunargötu borgarinnar, að göngugötu. Að því er segir í frétt Bloomberg horfir Khan til stofnun þróunarfélags (e. Mayoral Development Corporation) sem verði falið að blása nýju lífi í svæðið og „leysa úr læðingi raunverulega möguleika Oxford strætis“.
Khan hafði boðað sambærilegar áætlanir árið 2016 en þær náðu ekki fram að ganga. Viðbúið að nokkur andstaða verði við núverandi áætlanir en samráði lýkur í byrjun maí. Áætlað framlag Oxford strætis til breska hagkerfisins árið 2022 nam 25 milljörðum punda, eða sem nemur um 4.400 milljörðum króna.
Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 5. mars 2025.