Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss telur að það ætti frekar að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss frekar en að byggja nýja brú yfir Ölfusá. Hann segir í grein sem birtist á Vísi að kostnaðurinn yrði aðeins brot af verðmiða brúarinnar.

Hann bætir við að það þurfi hvort sem er að bæta Þrengslaveginn þar sem hann sé of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn.

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss telur að það ætti frekar að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss frekar en að byggja nýja brú yfir Ölfusá. Hann segir í grein sem birtist á Vísi að kostnaðurinn yrði aðeins brot af verðmiða brúarinnar.

Hann bætir við að það þurfi hvort sem er að bæta Þrengslaveginn þar sem hann sé of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn.

„Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi,“ skrifar Elliði.

Þá telur hann einnig að suðurlandið væri tilvalinn staður fyrir nýjan flugvöll þar sem Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð.

„Nýr vegur um Þrengsli opnar á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvesturhorninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur.“