Hinn 72 ára gamli Terry Gou hefur nú tilkynnt að hann muni bjóða sig fram sem sjálfstæður frambjóðandi í forsetakosningunum í Taívan sem fara fram í janúar næstkomandi.

Terry er sagður búa yfir miklum sjarma og er ekki síst frægur fyrir bakgrunn sinn en hann ólst upp í mikilli fátækt áður en hann stofnaði FoxConn árið 1974.

Hinn 72 ára gamli Terry Gou hefur nú tilkynnt að hann muni bjóða sig fram sem sjálfstæður frambjóðandi í forsetakosningunum í Taívan sem fara fram í janúar næstkomandi.

Terry er sagður búa yfir miklum sjarma og er ekki síst frægur fyrir bakgrunn sinn en hann ólst upp í mikilli fátækt áður en hann stofnaði FoxConn árið 1974.

Sérfræðingar í taívönskum stjórnmálum segja hins vegar að þrátt fyrir að vera þekkt nafn á eyjunni þá verður kosningabarátta hans mjög erfið. Að sögn þeirra ætti hann möguleika á sigri ef hann væri eini frambjóðandinn sem væri að bjóða sig fram gegn Lýðræðislega framfaraflokknum, en svo er ekki.

Terry er að bjóða sig fram gegn tveimur öðrum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar og munu atkvæðin þar með skiptast í þrjá hluta. Talið er að þessi viðbót muni styrkja enn stöðu Lýðræðislega framfaraflokksins þar sem stjórnarandstaðan er sundruð.

Hann hefur fyrr reynt að bjóða sig fram þegar hann var meðlimur í gamla þjóðernisflokknum, Kuomintang. Flokkurinn valdi hins vegar annan frambjóðanda sem varð til þess að Terry sagði sig úr flokknum.

Taívan er þar að auki með annan flokk í stjórnarandstöðunni, sem kallast Taiwan People‘s Party. Ko Wen-je, frambjóðandi flokksins og fyrrum borgarstjóri Taipei, er í öðru sæti samkvæmt skoðanakönnunum og er hann sérstaklega vinsæll meðal ungra kjósenda.

Helstu sölupunktar Terry eru velgengni hans í viðskiptum og reynsla hans við að vinna með Kínverjum á meginlandinu. Fyrirtækið hans FoxConn, eða Hon Hai Industries, varð stærsti raftækjaframleiðandi heims með því að sameina taívanska verkfræðiþekkingu og kínverskt vinnuafl. Á níunda og tíunda áratug seinustu aldar byggði Terry verksmiðjur í suðurhluta Kína og réð tugþúsundir Kínverja til að starfa í þeim.

Frambjóðandinn segist nú vilja nota reynslu sína í fjárfestingum til að vernda öryggi Taívan. Terry hefur meðal annars sagst vilja koma í veg fyrir að Taívan „verði önnur Úkraína“.