Breska áskriftarsíðan OnlyFans, sem er m.a. vinsæl meðal klámstjarna, á í viðræðum við nokkur fjárfestingarfélög um sölu á hluta á rekstrinum. Félagið gæti verið metið á ríflega 8 milljarða dala eða um þúsund milljarða króna, að því er segir í frétt Financial Times.

Leonid Radvinsky, úkraínski-bandaríski frumkvöðullinni á bak við Fenix International, eiganda OnlyFans, hefur að undanförnu unnið með ráðgjöfum til að meta mögulega kosti er varða sölu á rekstrinum, samkvæmt heimildarmanni Financial Times. Radvinsky keypti 75% hlut í OnlyFans af bresku stofnendunum Tim og Guy Stokely árið 2018.

Á síðasta fjárhagsári námu tekjur Fenix International meira en 1,3 milljörðum dala sem samsvarar meira en 20% vexti milli ára. OnlyFans, sem tekur fimmtungs þóknun af greiðslum á áskriftarsíðunni, hagnaðist um 657 milljónir dala fyrir skatta árið 2023.

Félagið greiddi 6,6 milljarða dala til notenda sem deila efni á netsíðunni á fjárhagsárinu 2023, sem er aukning um meira en einn milljarð dala frá fyrra ári.

Fjárfestingarfélagið Forest Road Company í Los Angeles, sem hefur m.a. fjárfest í Formula E liði og fjárfestingarbankanum ACF Investment bank, er sagt áhugasamt um að kaupa OnlyFans.