Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, undrar sig á því hvers vegna ÁTVR sé ekki kært líkt og aðrar netverslanir sem selja áfengi. Greint var frá því í gær á Vísi að mál tveggja áfengisnetverslana væru komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir að þegar veruleikinn er skoðaður frekar en yfirlýsingarnar þá sé augljóst að ríkið sé ekki að gera neitt annað en að drepa samkeppni.

Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, undrar sig á því hvers vegna ÁTVR sé ekki kært líkt og aðrar netverslanir sem selja áfengi. Greint var frá því í gær á Vísi að mál tveggja áfengisnetverslana væru komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir að þegar veruleikinn er skoðaður frekar en yfirlýsingarnar þá sé augljóst að ríkið sé ekki að gera neitt annað en að drepa samkeppni.

„Þessi stofnun segir í einu orði að netverslun með sölu á áfengi sé brot á lögum um áfengisauglýsingar, en á sama tíma opna þeir netverslun með áfengi.“

Málin sem nú liggja á borði ákærusviðs hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu í rúm fjögur ár en mál þriggja annarra eru enn til rannsóknar. Sante er meðal þeirra fimm netverslana sem eru til rannsóknar.

Arnar gefur lítið fyrir rök ÁTVR þegar kemur að áfengishömlun eða verndun barna. Þá sé engin þjóð með jafn margar áfengisverslanir miðað við íbúatölu og Íslendingar og spyr Arnar hvort það sé vegna þess að við drekkum meira. Á sama tíma segir ÁTVR að Íslendingar drekki minna og það sé þökk því að við séum með hömlun.

„ÁTVR er með netverslun og 52 útibú um allt land. Er það hömlun á aðgengi? Er verið að torvelda líka í Leifsstöð, þar sem snyrtivörum og sælgæti er flett saman við áfengi. Þeir eru einnig eini aðilinn sem selur til unglinga þar sem allir aðrir notast við rafræn skilríki en ekki ÁTVR,“ segir Arnar.