Stephen Bird, framkvæmdastjóri Abrdn, eins stærsta sjóðstýringafyrirtækis Bretlands, vill tvöfalda lágmarksiðgjöld í lífeyrissjóði en hann segir núverandi fyrirkomulag óásættanlegt fyrir milljónir einstaklinga.
Í grein sem Bird skrifaði í breska dagblaðið The Times um helgina kom fram að nauðsynlegt væri að hækka iðgjöldin úr átta í sextán prósent en að óbreyttu eigi margir erfitt með að ná endum saman á efri árum. Löggjafinn þurfi að sýna hugrekki og grípa til róttækra aðgerða.
Með lögum árið 2012 var kveðið á um lágmarksiðgjald í Bretlandi, eitt prósent launþega og eitt prósent fyrir atvinnurekanda. Iðgjaldið var hækkað árin 2018 og 2019 og í dag greiða launþegar að lágmarki þrjú prósent af launum sínum í lífeyrissjóð og atvinnurekandi greiðir á móti fimm prósent.
Þó ýmsir aðilar hafi kallað eftir hækkun iðgjaldsins telja sérfræðingar ólíklegt að jafn róttæk aðgerð og Bird boðar muni ná fram að ganga í náinni framtíð.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði