Hagkaup, líkt og Costco og aðrar verslanir, hefur áfengi ekki til sýnis í verslunum sínum.
ÁTVR hefur þó árum saman selt áfengi innan um verslanir utan höfuðborgarsvæðisins í gegnum samstarfssamninga um sölu áfengis.
Fyrsta „samstarfsverslun“ ÁTVR var opnuð í Ólafsvík árið 1987 er áfengi var selt innan um Verslunina Þóru, sem var fataverslun og seldi meðal annars barnaföt.
Að mati ÁTVR var þetta hagkvæmt þar sem álagstímar fataverslunarinnar og vínbúðarinnar voru ekki þeir sömu.
Mörgum óviðeigandi að vín væri selt í kringum barnavörur en ríkisverslunin lét sér fátt um finnast því það var svo auðvelt að loka víndeildinni ef þess þyrfti.
Hagkaup, líkt og Costco og aðrar verslanir, hefur áfengi ekki til sýnis í verslunum sínum.
ÁTVR hefur þó árum saman selt áfengi innan um verslanir utan höfuðborgarsvæðisins í gegnum samstarfssamninga um sölu áfengis.
Fyrsta „samstarfsverslun“ ÁTVR var opnuð í Ólafsvík árið 1987 er áfengi var selt innan um Verslunina Þóru, sem var fataverslun og seldi meðal annars barnaföt.
Að mati ÁTVR var þetta hagkvæmt þar sem álagstímar fataverslunarinnar og vínbúðarinnar voru ekki þeir sömu.
Mörgum óviðeigandi að vín væri selt í kringum barnavörur en ríkisverslunin lét sér fátt um finnast því það var svo auðvelt að loka víndeildinni ef þess þyrfti.
Í Búðardal og Fáskrúðsfirði var rekin áfengissala við hlið hárgreiðslustofu. Á Blönduósi, Dalvík og Húsavík var áfengi selt í fatahreinsunum.
Bensínstöð Esso að Breiðumörk í Hveragerði sá einnig um áfengissölu fyrir ÁTVR um tíma.
Þó að samstarfsverslunum hafi vissulega fækkað með opnun fleiri vínbúða, þá er rétt að minnast þess að árið 2006 voru 26 slíkar starfandi hér á landi þar sem Íslendingar keyptu vín innan um aðra verslun.
Það ætti því ekki að vera framandi sjón fyrir íslenska þjóð að versla vín innan um aðra verslun.
Af einhverjum einkennilegum ástæðum hefur ríkisverslunin ekki viljað gera samstarfssamninga við matvöruverslanir. Af úrskurðum umboðsmanns Alþingis og Samkeppnisráðs að dæma réðu samkeppnislegar forsendur því fremur en lýðheilsulegar.
Vín í Krútt kökuhúsi fremur en kaupfélagi
Árið 1994 kvartaði Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari en þáverandi lögmaður Kaupfélags Húnvetninga, til bæði umboðsmanns Alþingis og Samkeppnisráðs (forvera Samkeppniseftirlitsins) fyrir hönd KH yfir þeirri ákvörðun ÁTVR að útiloka Kaupfélagið í útboði um rekstur vínbúðar á Blönduósi.
„Málsatvik eru í stuttu máli þau að ÁTVR birti auglýsingu í dagblöðum 27. nóvember 1993 þar sem auglýst var eftir húsnæði undir vínbúð á Blönduósi og eftir samstarfsaðila um rekstur verslunarinnar. Í auglýsingunni kom fram að ÁTVR myndi velja aðila úr röðum þeirra, sem áhuga hefðu, og bjóða þeim þátttöku í útboði, þá væntanlega lokuðu útboði,“ segir í bréfi Eiríks til Samkeppnisráðs en ríkisverslunin hafnaði boði Kaupfélagsins.
Í bréfi forstjóra ÁTVR kemur fram að tveir af þeim sem lýstu áhuga á þátttöku í útboði ráku matvöruverslanir og til að raska ekki samkeppnisstöðu þeirra hafi verið ákveðið að hafna samstarfi við þá á þeirri forsendu.
„Af þeim sem þá voru eftir var aðeins einn talinn hæfur, þ.e. Krútt Kökuhús. Hætt var við útboð og gengið til samninga við Krútt Kökuhús um samstarf.“
Kaupfélagið hét því að vínbúðin yrði rekin í byggingarvörudeild sinni en það dugði ekki til.
Það er áhugavert að sjá lýðheilsusjónarmið réðu ekki för í ákvörðun ÁTVR heldur vildi ríkisverslunin ekki gefa samkeppnisforskot til einnar matvöruverslunar.
Þegar sagan er skoðuð er erfitt að sjá alvöru lýðheilsustefnu í ákvörðunum um aðgengi heldur sést viljaleysi stjórnmálamanna fyrir auknu viðskiptafrelsi.
Verslunum fjölgað um 66% frá aldamótum
Árið 2000, þegar Geir H. Haarde fjármálaráðherra keypti fyrstur vín á netinu og fékk það heim að dyrum, voru 35 áfengisverslanir starfandi á Íslandi.
Samkvæmt heimasíðu ÁTVR eru 58 vínbúðir að meðtöldum afhendingarstöðum í Grímsey, Raufarhöfn og Borgarfirði Eystra starfandi í dag.
Ríkisverslunin hefur þannig fjölgað stöðum þar sem áfengi er aðgengilegt um tæplega 66% frá aldamótum. Langstærstur hluti fjölgunarinnar átti sér stað milli 2000 og 2010.
Það þótti mikið fagnaðarefni þegar verslunum ÁTVR fjölgaði með tilheyrandi auknu aðgengi á árum áður.
Þó að erlendar netverslanir séu flestar með strangari reglur fyrir kaupum en ÁTVR er þeim þó ekki fagnað með sama hætti. Það virðist því mestu skipta að reksturinn sé í höndum ríkisins fremur en að aðgengi sé hert.
Áskrifendur geta lesið lengri umfjöllun Viðskiptablaðsins um einokunarverslun með áfengi hér.