Credit Suisse, UBS og helstu eftirlitsaðilar Sviss vinna nú hörðum höndum að því að ná samkomulagi um helstu skilmála sögulegs samruna tveggja af stærstu bönkum Sviss. Vonast er til að hægt verði að tilkynna um samkomulag síðar í dag, samkvæmt heimildarmönnum Financial Times.
Seðlabanki Sviss og Finma, fjármálaeftirlit Sviss, hafa tjáð alþjóðlegum systurstofnunum sínum að þau líti á samruna við UBS sem eina valkostinn í stöðunni til að koma í veg fyrir algjört hrun í trausti til Credit Suisse.
Credit Suisse, UBS og helstu eftirlitsaðilar Sviss vinna nú hörðum höndum að því að ná samkomulagi um helstu skilmála sögulegs samruna tveggja af stærstu bönkum Sviss. Vonast er til að hægt verði að tilkynna um samkomulag síðar í dag, samkvæmt heimildarmönnum Financial Times.
Seðlabanki Sviss og Finma, fjármálaeftirlit Sviss, hafa tjáð alþjóðlegum systurstofnunum sínum að þau líti á samruna við UBS sem eina valkostinn í stöðunni til að koma í veg fyrir algjört hrun í trausti til Credit Suisse.
Tveir heimildarmenn FT segja að daglegt útflæði af reikningum Credit Sviss hafi farið yfir 10 milljarða franka, eða yfir 1.500 milljarða króna, á dag í lok síðustu viku við auknar áhyggjur um fjárhagsstöðu bankans.
Stjórnir UBS og Credit Suisse funda saman um helgina. Helstu eftirlitsaðilar Credit Suisse í Bandaríkjunum, Bretlandi og Sviss eru nú að leggja mat á umgjörð samrunans sem og þá skilmála sem UBS fer fram á.
UBS vill að í kjölfar yfirtökunnar á Credit Suisse fái sameiginlegur banki svigrúm til að uppfylla í skrefum reglur sem gilda um um eiginfjár- og lausafjárstöðu stærstu banka heims. UBS fer einnig fram á tryggingu um að stjórnvöld ábyrgist hluta af lögfræðikostnaði sem mun falla til vegna samrunans.
Svo virðist sem 50 milljarða franka lánalínan sem svissneski seðlabankinn útvegaði Credit Suisse í vikunni hafi ekki dugað til að róa fjárfesta en hlutabréfaverð bankans féll um 8% í gær.