Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir margar krefjandi áskoranir hafa verið helsta einkennismerki síðasta árs og þegar upp sé staðið sé hann ánægður með hvernig hafi gengið að takast á við þær.

„Þegar horft er í grunnstarfsemina var heldur lakari framlegð á síðasta ári heldur en árið þar á undan. Við glímdum við verulegar kostnaðarhækkanir á aðföngum á öllum vígstöðvum vegna almennrar verðbólguþenslu eftir Covid og áhrifa innrásar Rússa inn í Úkraínu. Að sama skapi voru miklir hnökrar í öllum aðfangakeðjum og við neyddumst til að flytja inn sement frá fimm mismunandi aðilum til þess að ná að anna eftirspurn. Frá haustinu 2021 fram til haustsins 2022 fór mikið púður í að ná sementi inn til landsins og við stóðum á tímabili frammi fyrir þeirri óvenjulegu stöðu að eiga lítið sem ekkert sement til.“

Óhjákvæmilega hafi þessar miklu kostnaðarhækkanir skilað sér út í verðlag til viðskiptavina. „Þrátt fyrir allt varð engin röskun á þjónustustigi til viðskiptavina og þurfti starfsfólk okkar að beita mikilli hugkvæmni til að láta þetta allt ganga upp.“

Óstöðugt efnahagslíf stærsta vandamálið

Starfsemi dótturfélaga Eignarhaldsfélagsins Hornsteins er nátengd íslenskum byggingariðnaði en samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins eru blikur á lofti og stefnir í mikla fækkun fullbúinna íbúða inn á markaðinn. Á sama tíma sé fólksfjölgun mikil þannig að framboð nýrra íbúða verði langt undir þörf. Þorsteinn segir stærsta vandamál byggingariðnaðar nú sem áður sé sá mikli óstöðugleiki sem einkenni íslenskt efnahagslíf.

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir margar krefjandi áskoranir hafa verið helsta einkennismerki síðasta árs og þegar upp sé staðið sé hann ánægður með hvernig hafi gengið að takast á við þær.

„Þegar horft er í grunnstarfsemina var heldur lakari framlegð á síðasta ári heldur en árið þar á undan. Við glímdum við verulegar kostnaðarhækkanir á aðföngum á öllum vígstöðvum vegna almennrar verðbólguþenslu eftir Covid og áhrifa innrásar Rússa inn í Úkraínu. Að sama skapi voru miklir hnökrar í öllum aðfangakeðjum og við neyddumst til að flytja inn sement frá fimm mismunandi aðilum til þess að ná að anna eftirspurn. Frá haustinu 2021 fram til haustsins 2022 fór mikið púður í að ná sementi inn til landsins og við stóðum á tímabili frammi fyrir þeirri óvenjulegu stöðu að eiga lítið sem ekkert sement til.“

Óhjákvæmilega hafi þessar miklu kostnaðarhækkanir skilað sér út í verðlag til viðskiptavina. „Þrátt fyrir allt varð engin röskun á þjónustustigi til viðskiptavina og þurfti starfsfólk okkar að beita mikilli hugkvæmni til að láta þetta allt ganga upp.“

Óstöðugt efnahagslíf stærsta vandamálið

Starfsemi dótturfélaga Eignarhaldsfélagsins Hornsteins er nátengd íslenskum byggingariðnaði en samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins eru blikur á lofti og stefnir í mikla fækkun fullbúinna íbúða inn á markaðinn. Á sama tíma sé fólksfjölgun mikil þannig að framboð nýrra íbúða verði langt undir þörf. Þorsteinn segir stærsta vandamál byggingariðnaðar nú sem áður sé sá mikli óstöðugleiki sem einkenni íslenskt efnahagslíf.

„Íbúðakaup eru ein stærsta fjárfesting sem flest fólk leggur í á sinni lífsleið svo það er mjög eðlilegt að það haldi að sér höndum þegar verðbólga og vextir eru jafn háir og raun ber vitni í dag. Enda er það markmið Seðlabankans að draga úr umsvifum í hagkerfinu og það hlýtur að vera stærsta verkefni stjórnvalda, vinnumarkaðarins og okkar allra að ná verðbólgu niður svo hægt sé að lækka vexti á ný. Það er ekkert náttúrulögmál að vaxtastig þurfi vera mun hærra hér en í nágrannalöndum okkar. Rót vandans er mikill óstöðugleiki á íslenskum vinnumarkaði sem felst í því að við hækkum laun mun meira en nágrannalönd okkar. Fyrir vikið er, eins og við má búast, verðbólga hér á landi mun hærri og þar af leiðandi vextir að jafnaði mun hærri og óstöðugleikinn meiri. Íbúðamarkaður líður mjög fyrir þennan óstöðugleika. Það besta sem gæti komið fyrir íslenskan íbúðamarkað væri ef betri tök næðust á hagstjórninni og þar með meiri stöðugleiki.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.