Hlutabréfaverð matvælafyrirtækisins Bakkavarar, sem Ágúst og Lýður Guðmundssynir eiga meirihluta í, hefur hækkað um 89% það sem af er ári og stendur gengið í 158,36 pensum þegar þetta er skrifað.
Bakkavör, sem er skráð í Kauphöllina í Lundúnum, hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðið ár en samkvæmt nýlegu árshlutauppgjöri jukust tekjur félagsins um 2,8% á milli ára.
Rekstrartekjur félagsins námu 1.121 milljón punda á fyrstu sex mánuðum ársins sem samsvarar um 202 milljörðum íslenskra króna.
Rekstrarhagnaður nam 58,8 milljónum punda sem samsvarar um 10,6 milljörðum íslenskra króna. Mun það vera um 27% meiri hagnaður en á sama tímabili 2023.
Hlutabréfaverð matvælafyrirtækisins Bakkavarar, sem Ágúst og Lýður Guðmundssynir eiga meirihluta í, hefur hækkað um 89% það sem af er ári og stendur gengið í 158,36 pensum þegar þetta er skrifað.
Bakkavör, sem er skráð í Kauphöllina í Lundúnum, hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðið ár en samkvæmt nýlegu árshlutauppgjöri jukust tekjur félagsins um 2,8% á milli ára.
Rekstrartekjur félagsins námu 1.121 milljón punda á fyrstu sex mánuðum ársins sem samsvarar um 202 milljörðum íslenskra króna.
Rekstrarhagnaður nam 58,8 milljónum punda sem samsvarar um 10,6 milljörðum íslenskra króna. Mun það vera um 27% meiri hagnaður en á sama tímabili 2023.
Bakkavör uppfærði einnig afkomuspá sína fyrir árið og búist við því að EBIT-afkoma verði í kringum 108 til 112 milljón pund sem er á bilinu 19,4 til 20,1 milljarður íslenskra króna á gengi dagsins.
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fara með ráðandi hlut í Bakkavör í gegnum félögin Umbriel Ventures Limited (eignarhaldsfélag Lýðs) og Carrion Enterprises Limited (eignarhaldsfélag Ágústs).
Félögin tvö eiga sameiginlega 49,08% hlut í Bakkavör sem miðað við núverandi markaðsvirði hlutar þeirra bræðra og miðað við gengi krónunnar er um tæplega 81 milljarður íslenskra króna.
Bókfært virði hlutar þeirra bræðra hefur þannig aukist um 38 milljarða króna á árinu.
Virði hlutar Sigurðar Valtýssonar, sem á um 1,11% hlut í Bakkavör, hefur aukist um 864 milljónir íslenskra króna á árinu og stendur í rúmum 1,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi.
Samkvæmt síðasta ársuppgjöri fyrir árið í fyrra hefur Bakkavör verið að njóta góðs af þrálátri verðbólgu Rekstrarhagnaður jókst töluvert á milli ára og fór úr 37,8 milljónum punda í 97,1 milljón pund árið 2023. Handbært fé félagsins jókst um 49,8 milljónir punda á árinu og stóð í 103 milljónum við árslok 2023.
Um 84% af öllum tekjum Bakkavarar koma í gegnum Bretlandsmarkað en þrátt fyrir að félagið hafi verið að sækja fram í Bandaríkjunum og Kína er reksturinn þar ekki orðinn arðbær.
Í ársuppgjöri Bakkavarar sem birtist í lok mars segir að breskir neytendur, ólíkt Bandaríkjamönnum, hafi verið að glíma við þráláta verðbólgu og séu þeir því meira meðvitaðir um verð og gæði matvara. Í uppgjörinu segir að um 61% breskra neytenda séu að velja ódýrari matvörur til að reyna að draga úr kostnaði við matarinnkaup.
„Þetta á einnig við í Kína þar sem hæg endurreisn efnahagskerfisins hefur slegið á bjartsýni neytenda og dregið úr eyðslu,“ segir í uppgjörinu en um 5,5% af tekjum samstæðunnar kemur frá Kína.
Í byrjun árs keypti sjóður í stýringu hjá bandaríska fjárfestingarfélaginu Long Range um 116,5 milljónir hluta eða um 20,1% eignarhlut á 99 milljónir punda.
Seljandinn er félag tengt bandaríska vogunarsjóðnum Baupost Group sem seldi allan eignarhlut sinn í Bakkavör. Með sölunni lauk hluthafasamkomulagi Baupost Group við Bakkavör, sem hófst í nóvember 2017.
Patrick Cook, fulltrúi Baupost í stjórninni, steig einnig til hliðar.
Bakkavör gerði hluthafasamkomulag við Long Range sem felur m.a. í sér að Robert Berlin tekur sæti í stjórn Bakkavarar sem fulltrúi bandaríska fjárfestingarfélagsins. Berlin sat áður í stjórn Bakkavarar á árunum 2016-2018.
Long Range, sem var stofnað árið 2019, er með um 1,7 milljarða dala í stýringu. Bandaríska fjárfestingarfélagið segist horfa til langs tíma við fjárfestingarákvarðanir og að fjármögnun þess megi að stórum hluta rekja til stofnanafjárfesta.