Tækni­fyrir­tækið Perplexity, sem heldur utan um sam­nefnda gervi­greindar­drifna leitar­vél, lauk nýverið fjórðu fjár­mögnunar­lotunni á árinu en sam­kvæmt Financial Times var virði félagsins í lotunni 9 milljarðar Bandaríkja­dala.

Mun það vera um þre­falt meira en virði félagsins í síðustu fjármögnunarlotu og nífalt hærra en í apríl þegar félagið var metið á 1 milljarð dala.

Samkvæmt FT sótti félagið sótti 500 milljónir Bandaríkja­dala í nýaf­staðinni fjár­mögnunar­lotu.

Insti­tutional Venture Partners leiddi lotuna en Soft­bank Vision Fund 2, Nvidia og Jeff Bezos stofnandi Amazon voru einnig meðal fjár­festa.

Sam­kvæmt FT mun fjár­magnið hjálpa Perplexity að keppa við gervi­greindar­vélar Goog­le og OpenAI.

Leitar­vél Perplexity fær yfir hundrað milljón beiðnir í hverjum mánuði og eru ein­stakir not­endur komnir yfir 15 milljónir.