Tæknifyrirtækið Perplexity, sem heldur utan um samnefnda gervigreindardrifna leitarvél, lauk nýverið fjórðu fjármögnunarlotunni á árinu en samkvæmt Financial Times var virði félagsins í lotunni 9 milljarðar Bandaríkjadala.
Mun það vera um þrefalt meira en virði félagsins í síðustu fjármögnunarlotu og nífalt hærra en í apríl þegar félagið var metið á 1 milljarð dala.
Samkvæmt FT sótti félagið sótti 500 milljónir Bandaríkjadala í nýafstaðinni fjármögnunarlotu.
Institutional Venture Partners leiddi lotuna en Softbank Vision Fund 2, Nvidia og Jeff Bezos stofnandi Amazon voru einnig meðal fjárfesta.
Samkvæmt FT mun fjármagnið hjálpa Perplexity að keppa við gervigreindarvélar Google og OpenAI.
Leitarvél Perplexity fær yfir hundrað milljón beiðnir í hverjum mánuði og eru einstakir notendur komnir yfir 15 milljónir.