Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir áhyggjuefni hvað verðbólga virðist ætla að vera þrálát. Nýjar verðbólgutölur Hagstofunnar voru talsvert yfir spám greiningaraðila en verðbólga mældist 10,2% í febrúar. Jón Bjarki segir hækkun vísitölu neysluverðs vera á breiðum grunni og enginn einn undirliður hennar skýri þessa óvæntu hækkun.
„Þetta er svolítið almennt að því er virðist. Seðlabankinn hafði áhyggjur af því fyrir síðustu vaxtaákvörðun hvað verðbólga væri á breiðum grunni. Það lítur því miður þannig út að þessi mælingin sé svolítið að staðfesta þá skoðun,“ segir Jón Bjarki í samtali við Viðskiptablaðið.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði