Úrvalsvísitalan hækkaði um hálft prósent í 2,4 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Þriðjungur veltunnar var með hlutabréf Arion banka sem lækkuðu um 0,3% og stendur gengi bankans nú í 148,5 krónum á hlut.
Fimm félög hækkuðu meira en 1% í dag en það voru Eimskip, VÍS, Marel, Sjóvá og Origo. Næst mesta veltan á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag eða um 286 milljónir var með hlutabréf VÍS sem hækkuðu um 1,8%.
Hlutabréfaverð Alvotech lækkaði um 1,3%, mest af félögum aðalmarkaðarins, og stendur nú í 1.470 krónum á hlut.
9,4 milljarða velta á skuldabréfamarkaðnum
Alls nam veltan á íslenska skuldabréfamarkaðnum í dag 9,4 milljörðum króna. Nærri þriggja milljarða króna viðskipti voru með bréf í flokknum RIKB250612 en krafan á þeim hækkaði um 7 punkta og stendur í 6,94%. Krafa í öðrum óverðtryggðum ríkisbréfaflokkum hækkaði um 1-3 punta.