Rafmyntasjóðurinn Viska tók í síðustu viku inn tæplega 400 milljónir króna í nýju hlutafé, bæði frá nýjum sjóðfélögum og þeim sem fyrir voru.

Eftir hlutafjáraukninguna nemur heildarstærð sjóðsins tæpum milljarði króna, en þrátt fyrir heldur róstursama tíma á rafmyntamörkuðum frá því að hann tók til starfa í byrjun júlí hefur sjóðurinn hækkað um yfir 15% frá upphafsgenginu, samkvæmt tilkynningu sem send var á sjóðfélaga í síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Hlutabréf vel fær um verðhrun

Spurður hvort þær miklu sveiflur sem rafmyntamarkaðir eru gjarnan þekktir fyrir ættu að vera tilefni fyrir almenna fjárfesti til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þátt í þeim bendir Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Visku, á að hefðbundnari eignamarkaðir geti verið litlu skárri.

„Ef þú horfir bara á þetta út frá verðsveiflum og lækkunum þá hefðirðu alls ekki mátt fjárfesta í Meta, Snapchat eða Unity sem hafa öll lækkað jafn mikið eða meira en Bitcoin og Ethereum á þessu ári.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.