Launakröfur kennara samningaviðræðum við hið opinbera eru ekki í neinum takti við nýgerða samninga á almenna vinnumarkaðnum. Komið hefur fram kennarar vilja sambærileg laun og sérfæðingar á almennum vinnumarkaði, sem er um milljón á mánuði. Til þess þurfa grunnlaun kennara að hækka um 36%.

Fyrir um hálfu ári síðan náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þegar Samtök atvinnulífsins samdi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Í aðdraganda samninganna, og þegar þeir voru undirritaðir ríkti, mikil óvissa í efnahagsmálum þjóðarinnar. Á árinu 2023 fór ársverðbólga hæst í 10,2% og þegar samningarnir voru undirritaðir þann 7. mars síðastliðinn mældist hún 6,6%. Þá stóðu stýrivextir Seðlabankans í 9,25%.

Miðað við óvissuna sem ríkti þótti líklegast að samið yrði til skamms tíma á almenna vinnumarkaðnum. Það kom því á óvart þegar samningsaðilar tókust í hendur um fjögurra ára samning. Miðað við aðstæður þá var langtímasamningur ákveðið afrek. Yfirlýst markmið samningsins var að auka fyrirsjáanleika í kjaramálum til lengri tíma og skapa þannig skilyrði fyrir minni verðbólgu og lækkun vaxta. Vegna þessa var samningurinn nefndur Stöðugleikasamningurinn.

Fyrir um hálfu ári síðan náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þegar Samtök atvinnulífsins samdi við breiðfylkingu stéttarfélaga.
Fyrir um hálfu ári síðan náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þegar Samtök atvinnulífsins samdi við breiðfylkingu stéttarfélaga.

SA samdi um 3,25-3,5% launahækkun

Samkvæmt Stöðugleikasamningnum hækka laun um 3,25 til 3,5% á ári út gildistímann með með lágmarkshækkun upp á 23.750 krónur.

Síðan samningurinn var undirritaður hefur verðbólgan lækkað niður í 5,1%. Í byrjun október voru stýrivextir svo lækkaðir um 0,25 prósentustig eða í 9%. Það þóttu mikil tíðinda enda í fyrsta skiptið síðan í nóvember árið 2020 sem stýrivextir voru lækkaðir. Enginn vafi leikur á því að Stöðugleikasamningarnir á sinn þátt í þessari þróun.

Forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mun á næsta ári leggja mat á forsenduákvæði Stöðugleikasamningsins. Forsendurnar koma fyrst til endurskoðunar 1. september á næsta ári. Á meðal forsenduákvæða er að verbólga á tímabilinu mars til ágúst verði 4,7% eða lægri miðað við árshraða. Verði forsendubrestur er raunveruleg hætta á að samningunum verði sagt upp.

Af þessum sökum fylgjast aðilar almenna vinnumarkaðarins vel með þróun mála í samningaviðræðum samninganefndar sveitarfélaga við kennara annars vegar og samninganefndar ríkisins við lækna hins vegar.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að í Stöðuleikasamningnum hafi atvinnulífið og verkalýðshreyfingin sameinast um mikilvægi þessi ná efnahagslegum stöðugleika á Íslandi.

Yrði fordæmisgefandi

Spurð hvað afleiðinar það hefði á almenna markaðinn semji kennarar á allt öðrum forsendum en gert var í Stöðugleiksasamningnum svarar Sigríður Margrét: „Samtök atvinnulífsins standa vörð um þá launastefnu sem samið er um í almennum kjarasamningum, það vita okkar viðsemjendur og á þeim nótum höfum við gengið frá fjölmörgum samningum í kjölfar Stöðugleikasamninganna. Það tekur okkur um það bil ár að klára aðra samninga í kjölfar almennra samninga og verkefninu er því ekki lokið hjá okkur þó við séum vissulega mjög langt komin.

Sagan kennir okkur að ef hið opinbera myndi á þessum tímapunkti semja á allt öðrum nótum en almenni markaðurinn hefur gert, þá yrði það fordæmisgefandi og myndi raska þeirri sátt – við værum að festa í sessi vítahring innistæðulausra launahækkana, meiri verðbólgu og hærri vaxta í stað þess að brjótast út úr vítahringnum.

Við erum í dauðafæri og við sjáum svart á hvítu mikla breytingu á rúmu ári, minnkandi verðbólgu og vaxtalækkunarferli sem er hafið. Fyrir rúmu ári var verðbólgan án húsnæðisliðarins um 8% og greiningaraðilar voru jafnvel að spá því að stýrivextir myndu hækka í 10% en núna er verðbólgan án húsnæðisliðarins komin niður í 2,8% sem er nálægt markmiði Seðlabankans, við erum svo sannarlega á réttri leið. Verðbólga með húsnæðisliðnum mælist enn mikil eða 5,1% sem undirstrikar mikilvægi þess að við náum jafnvægi á húsnæðismarkaði með framboði sem mætir eftirspurn.

Allar starfsstéttir eru mikilvægar en það er í reynd pólitískur ómöguleiki að gera samninga á þeim nótum sem hér er nefnt vegna þess að eitt mikilvægasta kosningamálið er að ná efnahagslegum stöðugleika, ná niður verðbólgunni og stuðla að því að vextir lækki, það er einfaldlega of mikið í húfi fyrir heimili landsins, munum að hvert einasta prósent skilar heimili með 40 milljón króna húsnæðislán ígildi 57 þúsund króna launahækkun.“

Næstu vikur verða erfiðar

Sigríður Margrét segir að verkalýðshreyfingin hafi sýnt hugrekki í upphafi ársins þegar gerðir voru skynsamir langtíma kjarasamningar í erfiðum aðstæðum.

„Við erum farin að sjá árangur erfiðisins en það þurfa allir að leggja sitt af mörkum og við þurfum úthald til þess að klára verkefnið,“ segir hún. „Það yrðu kaldar kveðjur til almenna markaðarins, sem skapar verðmætin sem standa undir opinberum útgjöldum, ef samið yrði við tilteknar starfsstéttir á allt öðrum nótum en við gerðum.

Næstu vikur verða erfiðar, verkföll eru alltaf mjög erfið og bitna á þeim sem síst skyldi, en þegar á reynir þá kemur í ljós úr hverju fólk er gert og við verðum að treysta því að skynsemin ráði för að lokum."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.