Vodafone hefur ákveðið að byrja að innheimta gjald fyrir öll netföng sem hýst eru í kerfum Sýnar. DV greinir frá þessu en tilkynningin kom fram í tölvupósti til þeirra sem eiga netföng hjá Sýn.
Þar segir að gjaldtakan muni hefjast þann 1. janúar nk. og muni mánaðarlegt gjald fyrir hvert netfang kosta 1.290 krónur, eða 15.480 krónur á ári.
Þá segir jafnframt að þeir viðskiptavinir sem eru með nettengingu hjá Vodafone muni fá 50% afslátt af gjaldinu.