Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru ein vinsælustu við­skiptin hjá vogunar­sjóðum um þessar mundir ekki tengd raf­myntum, raf­bílum eða gervi­greind heldur eru sjóðirnir að sækjast í ávöxtun í Argentínu.

Árum saman hefur Argentína verið þekkt fyrir van­skil og að valda fjár­festum von­brigðum en eftir kjör Javi­er Milei í fyrra er staðan önnur.

Vogunar­sjóðir og fjár­festar hafa verið að fjár­festa dug­lega í Argentínu á árinu í von um að stefna Milei nái að snúa efna­hag landsins við.

Þrátt fyrir að stutt sé síðan Milei tók við sem for­seti landsins er ávöxtun fjár­festa nú þegar gríðar­leg en hluta­bréf í Kaup­höllinni í Buenos Aires hafa hækkað einna mest á heims­vísu á árinu sam­hliða því að verð á skulda­bréfum hefur rokið upp.

„Þessi U-beygja hefur verið stór­kost­leg”

Kaup­hallar­sjóðir sem fylgja MSCI Argentina vísitölunni hafa hækkað um meira en 60% á árinu.

Milei tók við for­seta­em­bættinu í desember í fyrra en hann lofaði að draga veru­lega úr út­gjöldum ríkis­sjóðs til að rétta af fjár­laga­halla landsins og ná tökum á verðbólgunni.

Verðbólga í Argentínu hefur lækkað gríðar­lega og skilaði ríkið af­gangi í fyrsta sinn í ára­tugi á þriðja árs­fjórðungi. Sam­kvæmt WSJ sýna nýjustu tölur að hag­vöxtur var um 3,9% á sama fjórðungi.

Árangur Milei hefur haft jákvæð áhrif á fjár­festa sem áðu fyrr vildu ekki fjár­festa í landinu vegna óreiðu í stjórn­málunum, óða­verðbólgu og út­gjalda­fyllerís stjórna­valda.

„Þessi U-beygja hefur verið stór­kost­leg,” segir Genna Lozov­sky, fram­kvæmda­stjóri fjár­festinga hjá Sand­glass Capi­tal Advis­ors, sjóðs­stýringar­fyrir­tæki í London.

„Ef fjár­heimildin sem Milei hefur komið á heldur sér, ef þróun verðhjöðnunar heldur áfram og ef hag­kerfið heldur áfram að blómstra, ættu skulda­bréfa­eig­endur að búast við veru­legum hagnaði,“ bætir Lozov­sky við.

Skulda­bréf Argentínu hafa þegar hækkað veru­lega í verði. Einn mæli­kvarði á er­lendar skuldir landsins, ICE BofA US Dollar Argentina Sover­eign Index, hefur skilað um 90% heildar­hagnaði á þessu ári.

Á sama tíma hefur S&P Mer­val vísi­talan hækkað um meira en 160% á þessu ári miðað við dagsloka­gengi mánu­dagsins, langt um­fram hluta­bréfa­vísitölur í þróuðum, ný­markaðs- og jaðar­mörkuðum.

Kauphallarsjóðir tengdir Argentínu skila betri ávöxtun en S&P 500.
Kauphallarsjóðir tengdir Argentínu skila betri ávöxtun en S&P 500.

Að teknu til­liti til gjald­eyris­mis­munar hefur vísi­talan hækkað meira en 100% í bandaríkja­dölum. Til saman­burðar hefur S&P 500 hækkað um 25% á sama tíma­bili.

Fjár­festingar­fyrir­tæki sem ein­beita sér að ný­markaðsríkjum og neyðar­skuldum hafa verið á meðal helstu hagnýtingaraðila.

„Argentína var einn af okkar stærstu sigur­vegurum á þessu ári,“ segir Aaron Stern, fram­kvæmda­stjóri fjár­festinga hjá Con­verium Capi­tal, margþættri vogunar­sjóðs­stofnun í Mont­real sem er með um 500 milljónir Bandaríkja­dala í stýringu.

„Venju­lega finnst mér ekki gaman að segja „í þetta skiptið er þetta öðru­vísi,“ en ég held að inn­lendar og alþjóð­legar aðstæður séu hagstæðari nú en þær hafa verið nokkurn tímann í sögu Argentínu,“ sagði hann.

Verðbólga í Argentínu er á hraðri niðurleið.

Stern segir að Con­verium hafi byrjað að kaupa argentínsk ríkis­skulda­bréf stuttu eftir að sjóðurinn var stofnaður, árið 2021.

Skulda­bréfin voru afar ódýr eftir endur­skipu­lagningu árið 2020. Con­verium veðjaði á að lítið væri í húfi þar sem verðið var svo lágt. Á hinn bóginn töldu þeir að um­tals­verður hagnaður væri mögu­legur ef ástandið í Argentínu batnaði.

Þá hefur skulda­bréfa­eign Shiprock, sem hefur um­sjón með tæpum 800 milljónum Bandaríkja­dala, í Argentínu stuðlað að 34% hagnaði sjóðsins fram í nóvember á þessu ári, sam­kvæmt heimildar­manni WSJ.

Sjóðurinn hefur fjár­fest dug­lega í ríkis­skulda­bréfum, fyrir­tækja­skuldum og skuldum Buenos Aires-héraðs, sagði heimildar­maðurinn.

Vongóðir um samning við AGS

Ríkis­af­skipti af gjald­eyris­mörkuðum hafa gert það erfitt fyrir Argentínu að endur­byggja gjald­eyris­forða sinn.

Landið á í margra milljarða dollara gjald­eyris­skorti, sem vekur áhyggjur meðal fjár­festa um getu þess til að standa við skuld­bindingar gagn­vart skulda­bréfa­eig­endum.

Til að styrkja fjár­hags­stöðu landsins hefur Milei sótt um nýtt lán frá Alþjóða­gjald­eyris­sjóðnum (AGS), skref sem myndi gera stjórn hans kleift að af­nema ströng gjald­eyris­höft sem hafa kæft at­vinnulífið í Argentínu árum saman.

Sumir fjár­festar eru vongóðir um að vaxandi tengsl Mileis við Trump og Elon Musk hjá Tesla muni hjálpa Argentínu að tryggja samning við AGS, sem er stað­settur í Was­hington D.C.

Tals­kona AGS staðfesti á blaða­manna­fundi í mánuðinum að viðræður við Argentínu væru í fullum gangi.

„Veit nákvæm­lega hvað hann vill gera“

Franska fjár­festinga­fyrir­tækið Car­mignac hóf íhalds­samar fjár­festingar í Argentínu síðasta haust þegar Milei var að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum.

Nú á fyrir­tækið vænan hlut í argentínskum ríkis­skulda­bréfum auk þess að eiga um 200 milljónir dollara í argentínskum hluta­bréfum.

Stjórn­endur eigna­safns fyrir­tækisins segjast vera bjartsýnir á efna­hags­lega þróun Argentínu – viðhorf sem styrktist enn frekar eftir að lítið teymi, þar á meðal stofnandi fyrir­tækisins, Edou­ard Car­mignac, hitti Milei í Argentínu í síðasta mánuði.

Sam­kvæmt WSJ fór teymi Car­mignac af fundinum með bros á vör.

Milei „veit nákvæm­lega hvað hann vill gera og hann er með mjög skýra stefnu,“ sagði Xa­vi­er Hovasse, yfir­maður ný­markaðs­hluta­bréfa hjá Car­mignac, eftir fundinn.