Baðlónið Vök Baths, staðsett á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði, skilaði 35 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 39 milljóna tap árið áður. Velta félagsins jókst um 80% á milli ára og nam 353 milljónum.

Vök Baths var vinsælasti staðurinn á Austurlandi meðal Íslendinga til að nýta ferðagjöf stjórnvalda en yfir 2.500 færslur hjá Vök tengdust ferðagjöfinni í fyrra. Andvirði þeirra nam samtals 12 milljónum króna.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 1,251 milljón í lok síðasta árs og eigið fé nam 390 milljónum. Félagið er í 39% eigu Jarðabaðanna á Mývatni. Þá fer Hrefna Dagbjört Arnardóttir með 14% hlut í gegnum félagið Ferðaþjónustan Óseyri og verktakafyrirtækið VHE er þriðji stærsti hluthafinn með 13% hlut.