Von er á því að hluta­bréf kjöt­líkis­fram­leiðandans Beyond Meat taki veru­legt stökk við opnun markaða vestan­hafs eftir að fé­lagið greindi frá niður­skurðar­að­gerðum sínum eftir lokun markaða í gær.

Félagið stefnir að því fram á að draga saman seglin á mörgum vígstöðvum og verða arðbært.

Gengi fé­lagsins hefur hækkað um 56% í utan­þings­við­skiptum og er von á það opni í 12 dölum á eftir.

Von er á því að hluta­bréf kjöt­líkis­fram­leiðandans Beyond Meat taki veru­legt stökk við opnun markaða vestan­hafs eftir að fé­lagið greindi frá niður­skurðar­að­gerðum sínum eftir lokun markaða í gær.

Félagið stefnir að því fram á að draga saman seglin á mörgum vígstöðvum og verða arðbært.

Gengi fé­lagsins hefur hækkað um 56% í utan­þings­við­skiptum og er von á það opni í 12 dölum á eftir.

Jafn­vel þótt gengis­hækkunin myndi halda í við­skiptum dagsins á kjöt­líkis­fram­leiðandinn veru­lega langt í land með að ná vopnum sínum en gengið stóð í tæpum 235 dölum árið 2019.

Sam­kvæmt Fact­Set var virði fé­lagsins minni en 500 milljón dalir í gær en markaðs­virði þess stóð hæst í 14 milljörðum dala árið 2019.