Evrópskir bílaframleiðendur stefna að því að koma ódýrum rafbílum á markað á næsta ári. Ástæðan er tvíþætt.

Annars vegar hefur Evrópusambandið hert reglur um kolefnismengun, sem þýðir að bílafyrirtæki þurfa að auka hlutdeild rafmagns- og tvinnbíla í sinni framleiðslu ellegar verða þau sektuð. Hinsvegar eru evrópskri bílaframleiðendur að bregðast við aukinni samkeppni frá kínverskum framleiðendum.

Vandi evrópsku bílaframleiðendanna endurspeglast ágætlega í því að Volkswagen, BMW, Mercedes-Benz og Stellantis hafa öll gefið út neikvæða afkomuviðvörun nýlega. Renault er eini evrópski bílaframleiðandinn, sem ekki hefur gefið út slíka viðvörun. Stellantis framleiðir m.a. Alfa Romeo, Citroën, Fiat, Lancia, Maserati, Opel og Peugeot.