Fjár­festar vestan­hafs áttu von á allt að sjö vaxta­lækkunum á árinu en nú eru þeir að vonast eftir einum til tveimur lækkunum eða jafn­vel engum, sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Ef marka má hreyfingar á skulda­bréfa­mörkuðunum eru þó nokkrir fjár­festar sem trúa því að að vextir verði ekki lækkaðir í ár en verð­bólgan vestan­hafs hefur reynst þrá­lát og vinnu­markaðurinn ó­venju sterkur.

Að mati WSJ gæti hluta­bréfa­markaðurinn orðið fórnar­lamb hárra vaxta til lengri tíma. Vextir í Banda­ríkjunum hafa verið ó­breyttir í 5,25% síðast hálfa árið.

Lítið hefur þó hægst á hag­kerfi Banda­ríkjanna og er at­vinnu­leysi í sögu­legum lægðum.