Fjárfestar vestanhafs áttu von á allt að sjö vaxtalækkunum á árinu en nú eru þeir að vonast eftir einum til tveimur lækkunum eða jafnvel engum, samkvæmt The Wall Street Journal.
Ef marka má hreyfingar á skuldabréfamörkuðunum eru þó nokkrir fjárfestar sem trúa því að að vextir verði ekki lækkaðir í ár en verðbólgan vestanhafs hefur reynst þrálát og vinnumarkaðurinn óvenju sterkur.
Að mati WSJ gæti hlutabréfamarkaðurinn orðið fórnarlamb hárra vaxta til lengri tíma. Vextir í Bandaríkjunum hafa verið óbreyttir í 5,25% síðast hálfa árið.
Lítið hefur þó hægst á hagkerfi Bandaríkjanna og er atvinnuleysi í sögulegum lægðum.