Ásgerður Ósk Pétursdóttir, nýjasti meðlimur Peningastefnunefndar, er með doktorsgráðu í hagfræði og sérhæfir sig í peningamálahagfræði.

„Ég hef líka verið heppin að hafa alltaf kennt mitt sérsvið, það eru ekki allir sem fá það,“ bætir hún við og útskýrir að allur hennar starfsframi hafi þannig verið á því sviði, bæði rannsóknir og kennsla.

„Það er því kannski rökrétt næsta skref að vera farin að taka þátt í þeim ákvörðunum sem ég hef eytt stórum hluta ævinnar í að rannsaka.“

Þau líkön og aðferðafræði sem Ásgerður notast mest við í sínum fræðistörfum nefnast ný-peningamagnskenningar (e. New monetarism) þar sem mikið er horft á peningamagn í umferð og áhrif þess á verðbólgu.

Ásgerður Ósk Pétursdóttir, nýjasti meðlimur Peningastefnunefndar, er með doktorsgráðu í hagfræði og sérhæfir sig í peningamálahagfræði.

„Ég hef líka verið heppin að hafa alltaf kennt mitt sérsvið, það eru ekki allir sem fá það,“ bætir hún við og útskýrir að allur hennar starfsframi hafi þannig verið á því sviði, bæði rannsóknir og kennsla.

„Það er því kannski rökrétt næsta skref að vera farin að taka þátt í þeim ákvörðunum sem ég hef eytt stórum hluta ævinnar í að rannsaka.“

Þau líkön og aðferðafræði sem Ásgerður notast mest við í sínum fræðistörfum nefnast ný-peningamagnskenningar (e. New monetarism) þar sem mikið er horft á peningamagn í umferð og áhrif þess á verðbólgu.

Vítt peningamagn vaxið hraðar eftir faraldurinn en hrunið

„Þar er mjög skýrt orsakasamband milli aukningar peningamagns í umferð og aukinnar verðbólgu. Við sem vinnum mikið með þessar kenningar misstum aldrei sjónar á því. Síðasta rúma áratug hefur þetta samband hins vegar kannski ekki komið jafn skýrt fram í gögnunum og oft áður, og það kann að hafa gert suma værukæra gagnvart verðbólgu.“

Hluta af ástæðunni fyrir þessu veikara sambandi segir hún mega rekja til þess að bankakerfið hafi orðið áhættufælnara í kjölfar hrunsins og alþjóðlegu fjármálakrísunnar og haldið eftir stærri hluta nýprentaðra peninga í formi eigin fjár en áður. Peningamagn í víðum skilningi (e. Broad money) hafi því ekki aukist til samræmis við vöxt í magni seðlabankapeninga.

Vítt peningamagn hafi hins vegar aukist mun hraðar og mun meira í kjölfar heimsfaraldursins en fjármálakrísunnar. „Þetta var alveg eitthvað sem ég og mínir kollegar vorum búin að ræða um og spá því að yrði mjög verðbólguvaldandi.“

Nánar er rætt við Ásgerði í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðvikudag.