Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fluttar út vörur fyrir 71,3 milljarða króna í júní og inn fyrir 110,5 milljarða. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og þar segir að vöruviðskipti í maí hafi því verið óhagstæð um 39,2 milljarða króna.

Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 46,9 milljarða króna í júní 2023 á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruskiptajöfnuðurinn í júní 2024 var því 7,7 milljörðum hagstæðari en á sama tíma fyrir ári.

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fluttar út vörur fyrir 71,3 milljarða króna í júní og inn fyrir 110,5 milljarða. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og þar segir að vöruviðskipti í maí hafi því verið óhagstæð um 39,2 milljarða króna.

Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 46,9 milljarða króna í júní 2023 á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruskiptajöfnuðurinn í júní 2024 var því 7,7 milljörðum hagstæðari en á sama tíma fyrir ári.

Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánuði var þá óhagstæður um 379,4 milljarða króna sem er 18,2 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.

Fram kemur að verðmæti vöruútflutnings í júní hafi verið 5,9 milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra og hafi farið úr 77,2 milljörðum króna í 71,3 milljarða.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili var 920,4 milljarðar króna og dróst saman um 83,6 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 8% á gengi hvors árs.

Iðnaðarvörur voru 53% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra minnkaði um 13% samanborið við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Sjávarafurðir voru þá 38% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra dróst saman um 5% í samanburði við tólf mánaða tímabil ári fyrr.