Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru fluttar út vörur fyrir 70,9 milljarða króna í ágúst 2024 og inn fyrir 104,0 milljarða. Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob/cif-verðmæti, voru því óhagstæð um 33,1 milljarð króna.

Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 44,4 milljarða króna í ágúst 2023 á gengi hvors árs fyrir sig.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru fluttar út vörur fyrir 70,9 milljarða króna í ágúst 2024 og inn fyrir 104,0 milljarða. Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob/cif-verðmæti, voru því óhagstæð um 33,1 milljarð króna.

Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 44,4 milljarða króna í ágúst 2023 á gengi hvors árs fyrir sig.

Vöruskiptajöfnuðurinn í ágúst 2024 var því 11,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánuði var óhagstæður um 364,5 milljarða króna sem er 37,4 milljörðum króna hagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.

Verðmæti vöruútflutnings í ágúst 2024 var 2% meira en í ágúst 2023 og fór úr 69,6 milljörðum króna í 70,9 milljarða.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili var 943,2 milljarðar króna og dróst saman um 22,4 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 2% á gengi hvors árs.

Iðnaðarvörur voru 53% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra dróst saman um 6% samanborið við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Sjávarafurðir voru 37% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra dróst saman um 2% í samanburði við tólf mánaða tímabil ári fyrr.