Eftir­spurn eftir vinnu­afli á Ís­landi var í hæstu hæðum þegar heims­far­aldrinum lauk sam­hliða 3% at­vinnu­leysi og launa­hækkunum.

Sam­kvæmt Hag­s­já Lands­bankans voru launa­hækkanir bæði vegna ríf­legra kjara­samnings­bundinna hækkana en einnig launa­skriðs. Launa­vísi­talan hækkaði um 8,3% árið 2022 og um 9,8% á síðasta ári.

Vaxta­hækkunar­ferli Seðla­banka Ís­lands hefur að mati greiningar­deildar Lands­bankans ekki enn tekist að draga ægi­lega úr spennu á ís­lenskum vinnu­markaði.

En með auknum slaka á vinnu­markaði minnkar eftir­spurn eftir vinnu­afli, samnings­staða launa­fólks versnar og þannig minnka líkurnar á ó­hóf­legum launa­hækkunum sem kynda undir þenslu í hag­kerfinu.

„Þótt vextir hafi borið árangur víða í hag­kerfinu, hægt á í­búða­verðs­hækkunum og dregið úr einka­neyslu, hefur ekki enn tekist að draga nægi­lega úr spennu á vinnu­markaði,“ segir í Hag­s­já Lands­bankans.

Máli sínu til stuðnings bendir Lands­bankinn á að á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs sögðust stjórn­endur 63% fyrir­tækja að þeir teldu nægt fram­boð af starfs­fólki en 37% töldu skorta starfs­fólk.

„Þótt hlut­fall þeirra stjórn­enda sem telja vanta starfs­fólk sé lægra en það var rétt eftir far­aldurinn eru hlut­föllin nú svipuð og þau voru á árunum 2017 og 2018 þegar ferða­þjónustan var í örum vexti. Eftir­spurn eftir starfs­fólki er mest í byggingar­starf­semi og mann­virkja­gerð þar sem 47% fyrir­tækja vilja fjölga starfs­fólki. Eftir­spurnin er einnig þó nokkur í greinum tengdum ferða­þjónustu, verslun og iðnaði.“

Í hag­spá Lands­bankans til ársins 2026 er því spáð að laun hækki þó­nokkuð minna næstu ár en á síðustu tveimur árum, um 6,6% á þessu ári, 6,1% á næsta ári og um 5,5% árið 2026.

„Sé miðað við verð­bólgu­spá okkar má gera ráð fyrir að kaup­máttur aukist um 0,6% á þessu ári, 1,6% á því næsta og 2% árið 2026. Kaup­máttar­aukningin er þó nokkuð undir meðal­aukningu síðustu ára en eykst þó eftir því sem líður á spá­tímann og verð­bólga hjaðnar.“