LS Retail hagnaðist um 4,5 milljónir evra, eða 638 milljónir króna, á síðasta rekstrarári, frá 1. október 2021 til 30. september 2022. Félagið hafði þar áður hagnast um 7,3 milljónir evra á fyrstu níu mánuðum ársins 2021.
Rekstrartekjur fyrirtækisins námu rúmlega 65 milljónum evra og jukust um 59% frá fyrstu níu mánuðum ársins 2021 þegar þær námu 41 milljónum evra. Rekstrargjöld jukust sömuleiðis um 62%.
Kaup bandaríska fyrirtækisins Aptos á LS Retail gengu í gegn í febrúar 2021 og hefur félagið starfað sjálfstætt innan samstæðu Aptos síðan þá.
Mikil fjölgun starfsmanna hefur orðið hjá LS Retail, en að meðaltali störfuðu 271 starfsmenn hjá félaginu í fyrra samanborið við 247 starfsmenn árið áður og 212 starfsmenn árið 2020.
LS Retail
2021 9M |
---|
6,2 |
1,1 |
8,1 |
2,2 |