Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu 151 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um 21 milljarð króna, eða um tæplega 16%, frá sama tímabili í fyrra að því er kemur fram í frétt á vef Samtaka iðnaðarins (SI).

„Útflutningstekjur greinarinnar hafa verið í stöðugum vexti síðustu ár en þær voru á fyrri hluta þessa árs tvöfalt hærri en fyrir fimm árum síðan. Vægi þeirra í heildar útflutningstekjum þjóðarbúsins voru ríflega 17% á fyrri hluta þessa árs.“

Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu 151 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um 21 milljarð króna, eða um tæplega 16%, frá sama tímabili í fyrra að því er kemur fram í frétt á vef Samtaka iðnaðarins (SI).

„Útflutningstekjur greinarinnar hafa verið í stöðugum vexti síðustu ár en þær voru á fyrri hluta þessa árs tvöfalt hærri en fyrir fimm árum síðan. Vægi þeirra í heildar útflutningstekjum þjóðarbúsins voru ríflega 17% á fyrri hluta þessa árs.“

Í nýlegri greiningu SI um útflutningstekjur iðnaðar áætla samtökin að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári.

Hugverkaiðnaðurinn nær yfir fyrirtæki í upplýsingatækni- og fjarskiptaiðnaði, þar með talið tölvuleikjagerð, lyfjaframleiðslu, líf- og heilbrigðistækni og fjölbreyttum hátækniiðnaði.

„Með vexti hugverkaiðnaðar hefur fjölbreytni útflutningstekna þjóðarbúsins aukist. Vöxtur greinarinnar hefur þannig rennt stoðum undir aukinn stöðugleika í hagkerfinu. Mikill fengur er af greininni því framleiðni í greininni er há og hún skapar verðmæt og eftirsóknarverð störf.“