Stjórn VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna sölumeðferðar bankans á eignarhlut í sjálfum sér.

Stéttarfélagið er ósátt með viðbrögð bankans og forsvarsmanna í kjölfar þess að fjármálaeftirlit seðlabankans sektaði Íslandsbanka vegna brota í söluferlinu. Voru viðbrögðin ófullnægjandi að mati stjórnar VR.

VR hótaði því að hætta viðskiptum við bankann í lok júní og hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagt að salan væri áfellisdómur.

Leita eftir tilboðum í viðskipti félagsins

„Eins og fram kom í yfir­lýsingu stjórnar VR frá 29. júní síðast­liðinn telur fé­lagið brot Ís­lands­banka við sölu­með­ferð á eignar­hlut ríkisins í bankanum með öllu ó­á­sættan­leg. VR kallaði eftir því að stjórn bankans og það starfs­fólk sem á­byrgð ber á lög­brotum axli þá á­byrgð. Við­brögð Ís­lands­banka og svör for­svars­manna hans við kröfum fé­lagsins eru að mati stjórnar VR ó­full­nægjandi,“ segir í til­kynningu VR.

Stéttar­fé­lagið leitar nú til­boða í við­skipti fé­lagsins og þjónustu hjá öðrum fjár­mála­fyrir­tækjum.