Af­koma Vinnslu­stöðvarinnar í fyrra var sú besta í sögu fyrir­tækisins sam­kvæmt sam­stæðunni en Vinnslu­stöðin gerði grein fyrir af­komunni á aðal­fundi sínum fyrir helgi. Vinnslu­stöðin gerir upp í evrum. Velta sam­stæðu hennar nam jafn­virði um 35 milljarða króna á árinu 2023.

Sam­kvæmt til­kynningu á vef Vinnslu­stöðvarinnar má rekja betri af­komu að miklu leyti til upp­sjávar­veiðanna.

„Loðnu­ver­tíðin í fyrra var sú gjöfulasta í verð­mætum talið frá upp­hafi vega og verð á mjöli og lýsi var hátt á mörkuðum allt árið 2023. Af­koman á fyrstu mánuðum liðins rekstrar­árs lofaði því góðu um árið allt þegar það yrði gert upp, sem og kom á daginn,“ segir á vef VSV.

Á vef fé­lagsins segir að met­ver­tíð loðnu í fyrra fylgi loðnu­leysis­ár nú með þeim af­leiðingum sem slíkt hefur fyrir sjávar­út­veginn, byggðar­lögin þar sem upp­sjávar­veiðar eru stoðir í at­vinnu­lífi og fyrir sjálft þjóðar­búið.

„Loðnu­bresturinn nú er til vitnis um hve sveiflu­kennd at­vinnu­grein sjávar­út­vegur er og mikilli ó­vissu háður um skil­yrði og tak­mörk sem móðir náttúra setur starf­semi hans á hverjum tíma.“

Aðal­fundurinn sam­þykkti að hlut­hafar fái greiddar jafn­virði um 900 milljóna króna í arð vegna ársins 2023 en stjórn fé­lagsins er jafn­framt heimilað að lækka þá fjár­hæð eða hætta við að greiða út arðinn ef að­stæður breytast þegar líður á árið.