Bandarísk hlutabréf lækkuðu í dag. Miklum hækkunarfasa frá 30. september lauk í byrjun desember. Fjárfestar óttast kreppu og er þar ýmislegt sem veldur.

Fyrirætlanir seðlabanka um allan heim um að hækka vexti frekar og halda þeim lengur háum til að berjast við verðbólgu, veldur áhyggjum fjárfesta.

Verri sala í verslun í Bandaríkjunum hefur einnig aukið á áhyggjur. Svo hefur mikil fjölgun smita í Kína valdið vangaveltum um hvort kínversk stjórnvöld breyti aftur um stefnu.

Dow Jones lækkaði í dag um 0,49%, S&P lækkaði um 0,9% og Nasdaq lækkaði um 1,49%.