Walmart, stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna miðað við tekjur, hagnaðist um 6,3 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi síðasta rekstrarárs, sem lauk í lok janúar.

Hagnaður Walmart, sem hefur aukið markaðshlutdeild sína á dagvörumarkaði á undanförnum misserum, jókst um 76% á milli ára.

Tekjur Walmart á fjórðungnum námu 164 milljörðum dala og jukust um 7,3% á milli ára. Þar af var desember stærsti mánuður í sögu félagsins þegar tekið er mið af sölu.