Bandaríski verslunarrisinn Walmart hefur samþykkt að greiða tæplega 450 milljarða íslenskra króna til að ná sáttum í lögsókn nokkurra bandarískra fylkja og sveitarfélaga vegna ópíóða faraldursins.

Þetta kemur í kjölfar tímamóta sáttar sem keppinautar verslunarrisans á lyfjamarkaði gerðu nýlega.

Greint var frá sáttagerðinni sama dag og Walmart kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt, en þá var einnig greint frá því að sala hefði aukist umfram væntingar, sem gefur til kynna að lágvöruverslanakeðjan sé að laða til sín viðskiptavini þrátt fyrir efnahagsþrengingar.