Suðurkóreska afþreyingarfyrirtækið Webtoon Entertainment, sem lýsir sér sem stærsta vefmyndasögufyrirtæki heims, hefur áætlað markaðsvirði sitt á 2,67 milljarða dala fyrir skráningu sína í Bandaríkjunum.

Viðskipti með hlutabréf félagsins, sem eru nú metin á 21 dal á hvern hlut, hefjast í dag í kauphöll Nasdaq.

Suðurkóreska afþreyingarfyrirtækið Webtoon Entertainment, sem lýsir sér sem stærsta vefmyndasögufyrirtæki heims, hefur áætlað markaðsvirði sitt á 2,67 milljarða dala fyrir skráningu sína í Bandaríkjunum.

Viðskipti með hlutabréf félagsins, sem eru nú metin á 21 dal á hvern hlut, hefjast í dag í kauphöll Nasdaq.

Fyrirtækið er með aðsetur í Los Angeles en er í eigu suðurkóreska tæknirisans Naver, sem hefur mætt aukinni eftirspurn eftir myndasögum á netinu í Kóreu og Japan. Félagið stefnir á að selja 15 milljónir hluta og safna 315 milljónum dala í útboði sínu.

Þá hefur stærsti sjóður í heimi, BlackRock, lýst yfir áhuga á að kaupa allt að 50 milljóna dala virði af hlutabréfum. Webtoon Entertainment á einnig japanska myndasögu- og mangaforritið Line Manga og skáldsöguforritið Wattpad.

Vefmyndasöguiðnaðurinn kom fyrst fram í Suður-Kóreu í kringum aldamót og hefur síðan þá aukist í vinsældum. Slíkar teiknimyndasögur eru ódýrar í framleiðslu og gera spár ráð fyrir því að iðnaðurinn verði metinn á 60 milljarða dala árið 2030.