Laugar ehf., sem rekur 18 líkams­ræktar­stöðvar undir merkjum World Class, hagnaðist um 665 milljónir króna árið 2023 sem er um 50% meiri hagnaður en á árinu á undan.

World Class hagnaðist um 433 milljónir árið 2022 sem var þá þre­földun frá fyrra ári.

Eigið fé fé­lagsins í lok árs 2023 var já­kvætt um 1,5 milljarða en var 940 milljónir í byrjun árs. Tekjur World Class námu 5,4 milljörðum króna í fyrra.

Laugar ehf., sem rekur 18 líkams­ræktar­stöðvar undir merkjum World Class, hagnaðist um 665 milljónir króna árið 2023 sem er um 50% meiri hagnaður en á árinu á undan.

World Class hagnaðist um 433 milljónir árið 2022 sem var þá þre­földun frá fyrra ári.

Eigið fé fé­lagsins í lok árs 2023 var já­kvætt um 1,5 milljarða en var 940 milljónir í byrjun árs. Tekjur World Class námu 5,4 milljörðum króna í fyrra.

Eignir Lauga ehf. voru bók­færðar á 2,4 milljarða króna í árs­lok. Stjórn fé­lagsins leggur til að hagnaði ársins verði ráð­stafað til næsta árs og ekki er gerð til­laga um út­hlutun arðs en fé­lagið greiddi 100 milljónir í arð til þriggja hlut­hafa sinna í fyrra.

Alls voru 149 stöðu­gildi hjá World Class á árinu sem er hækkun úr 123 frá árinu 2022. Launa­greiðslur fé­lagsins námu rúmum milljarði króna í fyrra.

Systur­fé­lagið Í topp­formi, sem heldur á fast­eignum World Class, á eftir að skila árs­reikningi.
Hjónin Björn Leifs­son og Haf­dís Jóns­dóttir eiga 36,6% hvort í fé­lögunum tveimur og Sigurður Leifs­son fer með 26,8% hlut.